fbpx
FókusLífsstíll

Hirzlan: Heildarlausnir fyrir skrifstofuna

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 10:00

Hirzlan er framsækið fyrirtæki á húsgagnamarkaðnum, stofnað árið 1993, en gekk fyrir ári í gegnum mikla endurnýjun og grundvallarbreytingar. Þá flutti Hirzlan í nýtt húsnæði að Síðumúla 37 og um leið hófst umbreyting starfseminnar í þá átt að einbeita sér að fyrirtækjamarkaði.

„Okkar áhersla er að veita heildarlausnir fyrir skrifstofuna, það er okkar útgangspunktur,“ segir Halldór Ingi Stefánsson, sölustjóri hjá Hirzlunni. Þó að áherslan sé á heildarlausnir geta viðskiptin hverju sinni verið bæði stór og smá.

„Sumir endurnýja smám saman. Við þjónustum þá vel og veitum góð kjör. Aðrir eru að taka alla skrifstofuna í gegn eða opna nýja skrifstofu og þeir leita til okkar um ráðgjöf frá grunni,“ segir Halldór Ingi. „Það má alltaf bæta við og sjálfsagt að hafa í huga að við erum enn með þau grunnhúsgögn sem fólk hefur kannski keypt inn á skrifstofuna sína fyrir tíu árum,“ segir Halldór.

Wagner Soundchair. Stóll sem er hannaður fyrir þá sem vilja njóta hlustunar án þess að angra aðra.
Wagner Soundchair. Stóll sem er hannaður fyrir þá sem vilja njóta hlustunar án þess að angra aðra.

Hirzlan leggur áherslu á að vandaða gæðavöru þar sem gott efni, fallegt útlit og hollusta fara saman: „Lykilatriði er að notandinn sé ánægður, þ.e. starfsfólkið sem notar húsgögnin,“ segir Halldór. Verðið er jafnframt sanngjarnt: „Við erum í góðu sambandi við okkar birgja og þeir framleiða allar sínar vörur sjálfir, það heldur verðinu niðri.“

Hirzlan flytur inn húsgögn mest frá eftirfarandi aðilum:

Wagner er frábært þýskt fyrirtæki sem framleiðir m.a. skrifborðsstóla sem eru með hinni frábæru 360°Dondola veltitækni, en hún stuðlar að betri bakheilsu. Hafa rannsóknir sannað gagnsemi þessarar tækni. Þessir stólar hljóta lof kírópraktora og sjúkraþjálfara.

Nowy styl er nýr birgir hjá Hirzlunni síðan í vor. Þetta er eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu á sviði stóla og húsgagnaframleiðslu. Nowy styl valdi Hirzluna sem umboðsmann sinn á Íslandi og sjá þeir mörg tækifæri fyrir Íslendinga til að kaupa hágæða skrifstofuhúsgögn á samkeppnishæfu verði. Með tilkomu Nowy styl til Hirzlunnar er hægt að segja að allar dyr að heildstæðum lausnum hafi opnast. Nowy styl framleiðir stóla fyrir öll tilefni, skrifstofuhúsgögn, sófa, bíósæti og sæti fyrir íþróttaleikvanga, svo eitthvað sé nefnt.

Hljóðvist. Fallegar veggeiningar sem draga í sig hljóð og fara vel á veggjum og í lofti.
Hljóðvist. Fallegar veggeiningar sem draga í sig hljóð og fara vel á veggjum og í lofti.

Tvilum og Topstar eru partur af grunnhugmynd Hirzlunnar og hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Tvilum framleiðir vörur sínar í Danmörku og frá þeim getur Hirzlan selt t.a.m. rafmagnsborð á aðeins 56.000 krónur. Og Topstar er þekktur framleiðandi frá Þýskalandi.

Hirzlan er sem fyrr segir til húsa að Síðumúla 37 og er opið mánudaga til fimmtudaga frá 9–18, föstudaga frá 9–17 og laugardaga frá 12–16.

Levitate. Ný falleg skrifstofulína sem er í bland hlýleg og notendavæn.
Levitate. Ný falleg skrifstofulína sem er í bland hlýleg og notendavæn.

Fyrir viðskiptavini sem leita eftir ráðgjöf er gott að hringja í síma 564 5040 eða einfaldlega senda tölvupóst á hirzlan@hirzlan.is. Starfsmenn Hirzlunnar heimsækja þá fyrirtækið og veita ráðgjöf um mótun og uppsetningu skrifstofunnar.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“