10 leiðir að innri frið á 10 mínútum

Taktu þér nokkrar mínútur á hverjum degi fyrir sjálfan þig

Mynd: skjáskot/healthylifecare

1.) Fáðu þér göngutúr

Tíu mínútna göngutúr er góð leið til að hlaða sig af orku fyrir daginn. Farðu út, ferska loftið gerir kraftaverk.

2.) Teygðu á

Hvort sem þú situr við borð eða ert á þönum allan daginn getur stress leitt til stífra vöðva. Taktu tíu mínútur til að teygja á og legðu áherslu á háls og bak.

3.) Taktu frá tíma fyrir þig

Notaðu tíu mínúturnar til að panta þér nudd, hringja í barnapíuna til að geta farið í búðaráp á laugardaginn eða skipuleggðu heimsókn á völlinn með vinunum. Að vita um skemmtun fram undan hefur undraverð áhrif.

4.) Leggðu þig

Fáðu þér tíu mínútna orkulúr. Farðu frá skrifborðinu ef þú getur.

5.) Hlæðu

Taktu tíu mínútur á hverjum degi til að skoða fyndna vefsíðu, hringdu í skemmtilegan vin eða farðu í kaffi með skemmtilegasta vinnufélaganum.

6.) Skrifaðu dagbók

Með því að skrifa í tíu mínútur meltir þú hugsanir þínar. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn – ekkert er óviðeigandi.

7.) Þakkaðu fyrir

Ef einhver verður til þess að líf þitt er betra, auðveldara eða ánægjulegra skaltu taka tíu mínútur til að þakka viðkomandi fyrir. Karma verður til þess að þú sjáir ekki eftir því.

8.) Andaðu

Taktu þér tíu mínútur til að einbeita þér að önduninni til að minnka stress.

9.) Skipuleggðu

Er skrifborðið þitt yfirfullt af pappírum og matarleifum? Lagaðu til í kringum þig og minnkaðu þannig stress og bættu einbeitinguna.

10.) Finndu þér sálfræðing

Notaðu tíu mínúturnar til að finna góðan sálfræðing til að tala við um það sem liggur þér á hjarta. Þú ert þess virði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.