fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Ferskleiki sem stendur undir nafni

Kynning

Block Burger, Skólavörðustíg 8 (bakhús)

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef lýsa ætti hamborgurunum á Block Burger í aðeins einu orði þá væri það orðið ferskleiki. Kjötið í borgurunum er sérvalið 100% íslenskt úrvals ungnautakjöt sem hefur fengið hámarksmerjun við bestu aðstæður. Kjötið sem Block Burger fær afhent frá sínum framleiðanda er síðan skorið niður, hakkað og búnar til úr því 120 gramma kúlur sem fara í hamborgarana á staðnum. Ferskara og gæðameira verður hamborgarakjöt ekki. Hamborgarabrauðin koma daglega og eru sérbökuð fyrir Block Burger.

Annað sem gefur Block Burger-hamborgurunum sérstöðu er Block-sósan sem gerð er á staðnum og notuð í flesta hamborgara í stað hinnar útbreiddu kokteilsósu.

Double Block tvöfaldur hamborgari (240 g) með osti, káli, tómat og Block-sósu
Double Block tvöfaldur hamborgari (240 g) með osti, káli, tómat og Block-sósu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Block Burger hóf starfsemi í ágúst árið 2015 og er á sama stað og veitingastaðurinn Grænn kostur var áður, eða í bakhúsi að Skólavörðustíg 8. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 11 til 21.

Viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur en ekki kemur á óvart að erlendir ferðamenn sæki staðinn mikið enda er hann við eina mestu túristagötu landsins. Vinnandi fólk í miðbænum og skólanemar snæða líka oft á Block Burger í hádeginu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Borgari vikunnar

Eins og fyrr segir skapar hið frábæra sérvalda kjöt, sérbakaða brauð og sérlagaða sósa borgurunum á Block Burger sérstöðu. En oft er líka í boði borgari vikunnar. Þar má nefna hamborgara eins og Bearnaise Block, BBQ Block, Monky Block sem er með hnetusmjöri og banönum, Double Cheese Block og fleiri. Margt spennandi er framundan í þessum sérréttum en fólk getur fylgst með borgara vikunnar á Facebook-síðu og Instagram-síðu Block Burger.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum