FókusLífsstíll

Töfrar Búllunnar: Steikarborgarinn og kjúklingaborgarinn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 10:00

Það er eitthvað alveg einstakt við Búlluna og hamborgarana þar sem veldur ómældum vinsældum, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. Veitingastaðir Hamborgarabúllu Tómasar eru um 20 talsins, sjö á Íslandi en hinir í útlöndum. Allt frá fyrsta degi hefur fólk troðfyllt staðina og margir fá aldrei nóg af Búllunni.

Búlluborgarinn er langmest selda varan á Búllunni en þegar fólk vill gera sérstaklega vel við sig fær það sér steikarborgarann sem er lúxusvara Búllunnar. Hann er búinn til úr hakkaðri nautalund og því um algjört hágæðakjöt að ræða og er það alltaf steikt medium/rare nema viðskiptavinurinn biðji um annað. Stór hópur fastakúnna sækir reglulega í steikarborgarann en hann bragðast einstaklega vel með sérlagðari bearnaise-sósu sem gerð er á stöðunum eftir uppskrift frá Tómasi A. Tómassyni – hinum eins og sanna Tomma. Síðan er með þessu kál, tómatur, dálítill laukur og ögn af dijon-sinnepi, tómatsósu og majónesi.

Kjúklingaborgarinn er fremur nýr á matseðlinum hér á landi. Hann hefur verið á boðstólum á sumum stöðum Búllunnar erlendis í nokkur ár og fengið gríðarlega góðar viðtökur. Hefur verið fjallað um hann í fjölmiðlum, meðal annars á Bretlandi, þar sem hann hefur verið lofaður í hástert. Kjötið er hægelduð kjúklingabringa sem er síðan grilluð á gasgrillunum þannig að hún fær einstaklega gott grillbragð, ekki síst vegna þess að kjötið er marinerað í sérlöguðum legi. Sérstök hvítlaukssósa sem blönduð er á staðnum og avókadóstappa í áttina að guacamole eru líka hluti af törfum kjúklingaborgarans, að ógleymdum rauðlauknum. Þá er í boði að bæta við osti og beikoni og þá er útkoman kjúklingasamloka sem á engan sinn líka.

Sem fyrr segir er aðdráttarafl Búllunnar einstakt en fyrir því eru nokkrar ástæður: Hráefnið er vandlega valið og aðeins notað nautakjöt sem er í hærri gæðaflokki en það sem vanalega er notað í hamborgara. Síðan er bætt fitu við kjötið sem þýðir að þegar þeir eru steiktir á sjóðandi heitu gasgrilli kemur meira og sterkara grillbragð af þeim en ella. Einfaldleikinn er líka mikilvægur, ekki er verið að flækja málin með of flóknu áleggi á borgarann heldur er það alltaf bara ostur, kál, tómatar og laukur. Kjötbragðið nýtur sín ómengað.

Annar þáttur í aðdráttarafli Búllunnar er þjónustan á stöðunum. Mikilvægt að einhver brosandi taki á móti hungruðum gestum og að fólki líði vel á staðnum. Mikið er lagt upp úr þjónustulund starfsfólksins. Enn fremur er sköpuð góð stemning á stöðunum með heppilegu vali á innréttingum og tónlist. Tommi sjálfur setur sína sál í staðina, hann fer á milli þeirra, hefur skoðanir á hlutunum og gætir þess að allt sé eins og það á að vera.

Upplýsingar um veitingastaði Búllunnar hér á landi og fleira er að finna á vefsíðunni bullan.is.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Syðra-Skörðugil: Lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu, hestaleigu og hestaferðir

Syðra-Skörðugil: Lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu, hestaleigu og hestaferðir
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Sólgarðar í Fljótum: Fjölskylduvæn paradís í fallegri sveit

Sólgarðar í Fljótum: Fjölskylduvæn paradís í fallegri sveit
Lífsstíll
Fyrir einni viku

Hótel Tindastóll: Elsta hótel landsins er í stöðugri endurnýjun

Hótel Tindastóll: Elsta hótel landsins er í stöðugri endurnýjun
Lífsstíll
Fyrir einni viku

Gilbert úrsmiður og JS Watch Company: Svona er HM-úrið

Gilbert úrsmiður og JS Watch Company: Svona er HM-úrið
Lífsstíll
Fyrir 8 dögum

Bryggjan Brugghús: HM-stemning í einstöku umhverfi

Bryggjan Brugghús: HM-stemning í einstöku umhverfi
Lífsstíll
Fyrir 8 dögum

Aukahlutirnir gera KitchenAid að fjölbreyttasta eldhústækinu

Aukahlutirnir gera KitchenAid að fjölbreyttasta eldhústækinu
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Veitingastaðurinn Geitafell: Fullkomnar ferðina á Vatnsnesið

Veitingastaðurinn Geitafell: Fullkomnar ferðina á Vatnsnesið
Lífsstíll
Fyrir 11 dögum

Trampólín.is: Nú er rétti tíminn fyrir trampólín

Trampólín.is: Nú er rétti tíminn fyrir trampólín