fbpx
FókusLífsstíll

Bjóða einstaka þjónustu í umsjón leiguhúsnæðis

Kynning

Dekura

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 13:00

Félagarnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson eru brautryðjendur í umsjón og umsýslu eigna í skammtímaleigu. Árið 2014 stofnuðu þeir þjónustufyrirtækið Dekura sem sérhæfir sig í viðhaldi á húsnæði sem leigt er út í gegnum Airbnb og aðra sambærilega vefi, til þess að létta undir með leigusölum. Einnig sérhæfa þeir sig í umsjón gistiheimila af öllum stærðum og gerðum. Það er ótal margt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gera leigjandann ánægðan. Fyrir utan það að íbúðin þarf að vera í toppstandi og tandurhrein og allt aðgengi með besta móti þegar nýr leigjandi bankar upp á, þá þarf leigusali að vera til taks til að hitta fólk á öllum tímum sólarhrings og vera reiðubúinn til að leysa úr hinum ýmsu vandamálum sem upp geta komið. Þess vegna sér Dekura einnig um öll samskipti við gesti. Innifalið í heildarumsjón Dekura er einnig allt lín, handklæði og annað sem þarf að vera til staðar fyrir gesti meðan á dvöl stendur.

Rekstur af þessu tagi getur verið ansi tímafrekur og krefst töluverðra fórna og umtalsverðrar skipulagningar af hálfu leigusala. Samhliða fullri vinnu og skipulagningu getur þetta verið ansi þungur baggi fyrir leigusala að takast á við. Með hjálp Dekura getur leigusali tekið á móti töluvert fleiri viðskiptavinum og fengið betri umsagnir, sem eykur samstundis verðgildi íbúðarinnar og leigutekjurnar sem af henni koma. Dekura hefur síðan árið 2014 aðstoðað fjölda fólks við allt sem viðkemur rekstri á eignum í skammtímaleigu. Allt frá þrifum upp í alhliða umsjón eignanna. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 12 manns sem sjá um hin ýmsu verkefni og státar Dekura sig af einu færasta þrifnaðarteymi í bransanum. Eftir fjögur ár í þessum rekstri vita starfsmenn Dekura hvað til þarf til að hafa eignir tilbúnar fyrir ferðamenn.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Dekura er í nánu samstarfi við teymi sérfræðinga í leyfismálum og aðstoðar viðskiptavini sína við að fá þau leyfi sem þarf, viðskiptavininum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða 90 daga leyfi eða fullgilt gistileyfi.

Vegna aukinna umsvifa hefur bæst í teymið, nýr framkvæmdastjóri hefur tekið til starfa auk þess sem Dekura hefur fært sig um set niður á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Þar starfrækir fyrirtækið skrifstofu og fullbúið þvottahús.

Til þess að panta þjónustu frá Dekura má hafa samband í gegnum vefsíðu fyrirtækisins https://dekura.is eða senda póst á netfangið dekura@dekura.is.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“