fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Lifandi tónlist kvöld eftir kvöld og landsins mesta úrval af viskí

Kynning

Dillon, Laugavegi 30, 101 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. október 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dillon er orðinn rótgróinn hluti af síbreytilegu skemmtanalífi miðborgarinnar en staðurinn hefur starfað sleitulaust frá stofnárinu 1999. Lifandi tónlist hefur alltaf verið í öndvegi á Dillon en ákveðin tímamót urðu í tónlistarlífi staðarins á síðasta ári þegar ákveðið var að breikka úrval þeirrar tónlistar sem flutt er þar. Áður hafði öll áherslan verið á rokktónlist en núorðið er flutt alls konar tónlist á staðnum.

Í fyrra voru um 250 tónleikar haldnir á Dillon en þeir verða yfir 500 áður en þetta ár er liðið. Það er mögnuð staðreynd um Dillon að ávallt er frítt inn á tónleika og gildir þá einu hvað stór nöfn eru að spila. Sem dæmi hélt Bubbi Morthens nýlega tónleika á staðnum og er það í fyrsta skipti sem hann treður upp á Dillon. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í fjögurra tónleika röð Bubba á Dillon í haust. Jafnframt má þess geta að Dillon er stærsti off-venue staðurinn á tónlistarhátíðinni Airwaves og í fyrra komu þar fram rúmlega 80 hljómsveitir á sjö dögum.

Lifandi tónlist er nú á Dillon öll kvöld frá miðvikudegi út laugardagskvöld og frítt á alla tónleika. Á miðvikudagskvöldum eru afar vinsæl blúskvöld þar sem áhorfendur fá að vera með. Á fimmtudagskvöldum er trommarinn Einar Scheving með djasskvöld þar sem hann fær til liðs við sig marga af færustu djassspilurum landsins. Á föstudagskvöldum og laugardagskvöldum er dagskráin síðan breytilegri.

Hljómburðurinn í þessu rúmlega 100 ára gamla húsi sem hýsir Dillon er einstakur og er ein helsta ástæða þess að þar koma fram margir af flottustu tónlistarmönnum landsins í dag ásamt erlendum gestum.

Dillon er ekki bara tónleikastaður, þar er líklega mesta viskíúrval landsins sem fyrirfinnst á einum bar. Viskítegundirnar eru yfir 170 og reglulega er boðið upp á nýjar tegundir á barnum.

Alla daga vikunnar er Happy Hour á Dillon frá kl. 14 til 20. Þá er boðið upp á 2 fyrir 1 af bjór auk þess sem tilboð eru á dýrari bjór, víni og viskíi.

Nánar má fylgjast með dagskránni á Dillon á Facebook-síðunni facebook.com/DillonWhiskeyBar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum