fbpx
FókusLífsstíll

Draumurinn um stærra húsnæði rættist: Karl og Anna nýttu sér frítt verðmat og þrívíddarskoðun íbúðar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. október 2017 10:00

Anna Birna Rafnsdóttir og Karl Sigurðsson eru ungt par sem er að upplifa afar skemmtilega tíma í lífi sínu, en þau eru að gera upp draumahúsnæði sitt, raðhús að Langholtsvegi, sem þau festu kaup á fyrr á þessu ári. Eitt af því sem gerði draum þeirra Karls og Önnu að veruleika var vel heppnuð sala á íbúð þeirra sem gott verð fékkst fyrir. Þau fóru í bland nýjar leiðir við sölu íbúðar sinnar og nýttu sér nýjungar sem Fasteignasala Reykjavíkur býður upp á, annars vegar frítt verðmat fasteignar inni á vefnum minuta.is og hins vegar þrívíddarmyndskoðun á eign í sölu á fasteignavefjum.

„Við seldum okkar íbúð í gegnum Fasteignasölu Reykjavíkur og keyptum síðan raðhúsið á Langholtsveginum í gegnum aðra fasteignasölu. Upplifun mín af vefnum minuta.is var með þeim hætti að ég rakst á auglýsingu á netinu um vefinn. Þar var verið að auglýsa að maður gæti séð áætlað verðmæti fasteignarinnar. Þetta fannst mér spennandi. Ég fór inn á vefinn og fékk þar áætlun á íbúðina sem ég var að selja,“ segir Karl Sigurðsson en hann er mjög sáttur við þá eftirfylgni sem varð í kjölfar skráningarinnar:

„Daginn eftir hringir í mig sölumaður, hún Þórdís hjá Fasteignasölu Reykjavíkur, með eftirfylgni. Við vorum þá búin að ákveða að selja á annarri sölu en eftir dálítið spjall fór okkur að lítast ákaflega vel á Fasteignasölu Reykjavíkur og hana Þórdísi. Hún hélt afskaplega vel utan um okkur. Við vorum heilt ár í biðstöðu þar sem við vorum bara að spá í hlutina og hún var alltaf að senda okkur upplýsingar um nýjar fasteignir á sölu sem hentuðu okkur. Hún fór lengra en við væntum í sinni þjónustu og var í alla staði mjög fagmannleg.

Minuta.is leiddi okkur inn á mjög farsæla braut í okkar fasteignaviðskiptum sem við vorum mjög ánægð með og Þórdís var mjög fagmannleg í sölunni á fasteigninni okkar.“

Þórdís Davíðsdóttir hjá Fasteignasölu Reykjavíkur
Þórdís Davíðsdóttir hjá Fasteignasölu Reykjavíkur

Mynd: heimaey.is

Viðskiptavinurinn ræður ferðinni

„Ég hef þá reglu að þjónusta fólk á þann hátt sem ég vil láta þjónusta mig,“ segir Þórdís Davíðsdóttir, sölumaður hjá Fasteignasölu Reykjavíkur. Hún segist fá flest sín viðskipti út á orðsporið.

„Það virkar almennt mjög illa á mig ef fólk ætlar að kæfa mig í sölumennsku og er sífellt að hringja óumbeðið. Þá dreg ég mig í hlé og segi nei takk. Það er grunnregla hjá mér að bjóða ekki upp á slíkan takt í minni sölumennsku og þjónustu,“ segir Þórdís.

Þórdís leggur sig fram um að senda þeim viðskiptavinum sem það vilja reglulega áhugaverðar ábendingar:
„Ég spyr gjarnan fólk hvort það vilji að ég sendi því ábendingar um eignir sem því henta og ef það segist frekar vilja vera í sambandi sjálft þá nær það ekki lengra. En ef það vill fá slíka þjónustu þá sendi ég því reglulega ábendingar,“ segir Þórdís.

Verðmatið er ókeypis og síðan ræður fólk ferðinni sjálft:
„Ef þau segjast ætla að fara annað eftir verðmatið þá segi ég bara „Ekkert mál“ og held bara áfram á næstu mið. Ég elti ekki fólk. En ef fólk biður mig um að vera endilega í sambandi og láta vita um áhugaverða kosti, þá merki ég þannig við þau að ég geri það. Ég sendi þeim ýmsar ábendingar bæði um eignir sem voru á vefnum en líka eignir sem voru ekki á vefnum. Ég gaf þeim Karli og Önnu upplýsingar um eignir sem væru mögulega að koma inn. Þetta færði þeim þó ekki annað forskot en það að þau vissu af væntanlegri eign og gátu undirbúið sig, ekkert gat komið í veg fyrir að eignin færi á markað. Maður þarf alltaf að gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda.“

Mjög ánægð með þrívíddina

„Við keyptum þá þjónustu hjá Fasteignasölu Reykjavíkur að íbúðin okkar var þrívíddarmynduð og hægt að skoða hana þannig á fasteignavefjum. Ég er afar jákvæður í garð þeirrar þjónustu því það kom margt fólk á opið hús hjá okkur sem ég held að hafi verið vegna þess að fasteignasalan stóð sig vel í þessari markaðssetningu. Vegna þrívíddarmyndatökunnar var fólk búið að skoða eignina mjög vel áður en það mætti á opið hús. Salan gekk síðan mjög hratt fyrir sig. Þrívíddarmyndatakan kom mjög vel út. Ljósmyndir af eignum einar og sér eru dálítið blekkjandi og þrívíddarmyndarsýningin er einhvern veginn miklu hreinskilnari,“ segir Karl.

Draumaeignin á Langholtsvegi
Draumaeignin á Langholtsvegi

Karl segir að upphaflega hafi þau Anna ákveðið að stækka við sig vegna þess að son þeirra vantaði sérherbergi, en þau eiga tvö börn. Raðhúsið á Langholtsveginum var heppileg eign en þau hafa farið út í að breyta þar meiru en þau ætluðu sér:

„Upphaflega ætluðum við að breyta litlu en svo leiddi eitt af öðru og þegar upp er staðið erum við að gera alveg slatta upp. Þetta er erfitt en afar skemmtilegt,“ segir Karl að lokum, alsæll með að draumur þessarar ungu fjölskyldu um sérbýli og hæfilega rúmt húsnæði hefur nú ræst.

Sjá eldri grein um minuta.is

Sjá eldri grein um þrívíddarskoðun íbúða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“