fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Réttur ljósabúnaður við réttar aðstæður

Kynning

Lumex, Skipholti 37, 105 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. október 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við urðum 30 ára í fyrra, fyrirtækið reyndar stofnað haustið 1985, en 1986 var fyrsta heila starfsárið okkar. Frá upphafi höfum við haft að leiðarljósi að velja réttan ljósabúnað við réttar aðstæður. Skiptingin í okkar starfsemi er til helminga annars vegar þjónusta við fyrirtæki, t.d. verslanir, hótel og veitingastaði – og svo hins vegar þjónusta við almenning og heimili fólks, einbýlishús, íbúðir og annað,“ segir Ingi Már Helgason hjá Lumex.

Fyrirtækið sinni meðal annars raflagnahönnun: „Við sérhæfum okkur í lýsingarhönnun og raflagnahönnun þar sem við í rauninni hönnum allt rafmagn meðal annars fyrir BYGG, ÞG Verktaka og Fosshótel svo dæmi séu tekin. Við erum að teikna lýsingu og raflagnir í samráði við arkitekta og verkkaupa. Við höfum alltaf sérhæft okkur í því að vera mitt á milli verkfræðingsins og arkitektsins og vera með lýsingarhlutann hjá okkur,“ segir Ingi.

Lumex gerir því allt þetta í senn: Veitir lýsingarráðgjöf, hannar lýsingu og raflagnir og selur falleg ljós í verslun fyrirtækisins að Skipholti 37. Lumex leggur mikla áherslu á að selja gæðavörur og hafa samstarf við mjög hátt skrifaða framleiðendur.

„Við vinnum með gæðavörur frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Bretlandi. Við erum umboðsaðilar fyrir mörg þekkt gæðamerki sem hafa verið lengi í bransanum, t.d. FLOS, MOOOI, Tom Dixon og Weber&Ducré. Ef þú setur upp lýsingu í verslun sem á að duga í 10 til 20 ár þá þarf að standa vel að verki og nota vandaðar vörur,“ segir Ingi. Það sama gildir um heimili en sama fólkið hefur leitað til Lumex í gegnum áratugina í hvert skipti sem það flytur. Eru mörg dæmi um að fjölskyldur hafi fengið lýsingarráðgjöf og ljós hjá Lumex þegar þær kaupa fyrstu íbúðina sína, þegar fólk stækkar við sig og jafnvel í þriðja sinn þegar það minnkar við sig aftur. „Þessir kúnnar geta oft nýtt vörurnar sem þeir keyptu upphaflega áfram, annaðhvort með því að taka ljósin með sér og setja upp á nýjum stað eða selja þau með íbúðinni þar sem lýsingin passar fullkomlega í rýmið sem hún var sett upphaflega í,“ segir Ingi.

Lumex er bæði með teiknistofu og ljósaverslun að Skipholti 37. Ýmiss konar grófa vöru fyrir raflagnir og lýsingu selur Lumex síðan í gegnum fyrirtækið Rafport, að Auðbrekku 9–11, Kópavogi.

Verslun Lumex að Skipholti 37 er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og þar er gaman að koma og skoða falleg og glæsilega hönnuð ljós fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Nánari upplýsingar eru líka á heimasíðunni lumex.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum