fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
FókusLífsstíll

10 fæðutegundir sem hafa góð áhrif á húðina

Svona getur þú komið í veg fyrir að vera með þurra og föla húð í vetur

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 10. október 2017 22:00

Oftar en ekki má koma í veg fyrir hina ýmsu húðkvilla með breyttu mataræði. Að borða hollan mat hefur ekki aðeins góð áhrif á mittislínuna, ónæmiskerfið og líkamlega og andlega líðan. Mataræðið getur einnig skipt sköpum fyrir heilbrigða húð, hár og neglur. Þá hefur mataræði bein áhrif á andlega líðan og það hvernig við eldumst. Hér má sjá lista yfir 10 fæðutegundir sem eiga það sameiginlegt að vera gríðarlega hollar og næringarríkar.

Kaffi Þeir sem drekka kaffi daglega eru í góðum málum. Hágæða, nýmalað kaffi inniheldur efni sem verja húðina gegn húðkrabbameini. Rannsóknir benda til þess að því meira kaffi sem fólk drekkur því minni líkur séu á að það fái húðkrabbamein.

Vatnsmelóna Þessi rauði, vatnsmikli og dísæti ávöxtur er stútfullur af andoxunarefnum sem meðal annars hjálpa líkamanum að berjast á móti skemmdum í húðinni af völdum útfjólublárra geisla sólarinnar.

Granatepli Fræin í ávextinum eru stútfull af andoxunarefnum og C-vítamínum sem koma í veg fyrir fínar línur og þurrk í húðinni. Niðurstöður rannsóknar sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition sýndu fram á að þeir sem neyta fæðutegunda sem innihalda mikið C-vítamín eru ólíklegri til að fá þurra húð og hrukkur þegar komið er á miðjan aldur.

Eru gómsæt.
Bláber Eru gómsæt.

Bláber Það er ekki að ástæðulausu sem bláber komast alltaf inn á lista yfir ofurfæðu. Þau eru stútfull af C- og E-vítamínum sem hafa gríðarlega góð áhrif á húðina.

Humar Humar er stútfullur af sinki og andoxunarefnum sem hjálpa til við að koma jafnvægi á húðina. Til dæmis er fólki sem er með bólur í húðinni ráðlagt að borða humar reglulega. Sinkið gerir að verkum að húðfrumurnar skipta sér oftar. Þar af leiðandi er sink mikið notað í lyf gegn bólum í húð.

Er mjög ríkur af andoxunarefnum.
Humar Er mjög ríkur af andoxunarefnum.

Grænkál Grænt salat og grænmeti er ríkt af K-vítamíni og járni. Þeir sem eru lágir í járni eru oftar en ekki með föla húð sem gerir að verkum að hún virkar glær. Því er um að gera að bæta grænu grænmeti við mataræðið ef þú gerir það ekki nú þegar.

Styrkja neglurnar.
Egg Styrkja neglurnar.

Mynd: 123rf.com

Egg Neglurnar þínar eru úr próteini. Þeir sem innbyrða ekki nógu mikið prótein eru því oft með mýkri og brothættari neglur. Egg hafa gríðarlega góð áhrif á neglur þar sem þau eru stútfull af próteini, B-vítamínum og amínósýrum

Valhnetur Omega 3 fitusýrur, til inntöku, hafa góð áhrif á hárið þar sem náttúrulegar olíurnar viðhalda fituframleiðslu sem nærir það. Að auki eru valhnetur mjög ríkar af kopar sem viðhalda háralitnum. Það gæti verið gott að vita fyrir þau okkar sem hræðumst gráu hárin. Ráðlagður dagskammtur af valhnetum er ¼ bolli.

Avókadó Ávöxturinn er stútfullur af góðum fitusýrum á borð við Omega 9 sem viðheldur heilbrigðri fituframleiðslu húðarinnar og kemur í veg fyrir þurrk. Ef þú borðar rétt magn af avókadó þá ætti þurrkur í húð að vera úr sögunni áður en langt um líður.

Rétt magn kemur í veg fyrir húðvandamál.
Avókadó Rétt magn kemur í veg fyrir húðvandamál.

Mynd: © 2007 Oliver Hoffmann

Kantalópu melóna Þessi sæta melóna inniheldur A-vítamín sem talið er geta hjálpað húðfrumum að fjölga sér hraðar. Að því sögðu hjálpar hún svitaholum að haldast hreinar og húðinni frá því að flagna.

Kristín Clausen
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Sumac: Notaleg og suðræn stemning á aðventunni

Sumac: Notaleg og suðræn stemning á aðventunni
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu

Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Ungbarnasund og „old boys“ líkamsrækt

Ungbarnasund og „old boys“ líkamsrækt
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Badminton: Ástsæl íþrótt fyrir unga sem aldna

Badminton: Ástsæl íþrótt fyrir unga sem aldna
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann

Taflfélag Reykjavíkur: Holl æfing fyrir hugann
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum

Stóra spurningabókin: Spurningar sem henta öllum aldurshópum
Lífsstíll
Fyrir 4 dögum

Kraftlyftingar eru vinsæl og holl íþrótt

Kraftlyftingar eru vinsæl og holl íþrótt
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Jólabók í skóinn

Jólabók í skóinn
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum

Nýjung í fartölvum frá Asus – aukaskjár sem stýrir aðgerðum