fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Fólk á öllum aldri blómstrar í ballett

Kynning

Ballettskóli Eddu Scheving

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ballett fyrir allan aldur frá tveggja ára upp í 65 ára, jazzballett og pilates og sérstakt prógramm fyrir konur yfir sextugt er meðal þess sem er í boði í Ballettskóla Eddu Scheving. Skólinn var stofnaður árið 1961 og hefur starfað óslitið í 56 ár. Á síðasta ári festi skólinn kaup á nýju og glæsilegu húsnæði í Skipholti 50c þar sem nú eru tveir salir og hefur skólinn því aukið töluvert starfssvið sitt. Í 20 ár hefur skólinn einnig haft útibú fyrir forskólaaldur í Grafarvogi en það er fyrir aldurinn 2–6 ára.

Veturinn skiptist í tvær 12 vikna annir og endar haustönnin með foreldrasýningu í kennslusal en á vorin er skólinn með glæsilegar nemendasýningar í Borgarleikhúsinu þar sem allir nemendur skólans frá þriggja ári aldri koma fram.
Skólinn sérhæfir sig í kennslu í klassískum ballett fyrir alla aldurshópa frá tveggja ára aldri en býður nú einnig upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur; sér táskótíma ásamt styrktar- og þoltímum fyrir eldri nemendur; og hörkuþjálfun fyrir ballerínur á aldrinum 20–30 ára sem geta ekki hætt að dansa. Pilates-tímar eru í boði á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Ballett-fitnesstímar eru í boði fyrir fullorðna og svo eru Silfursvanir sem er alveg nýtt prógramm fyrir 65 ára og eldri.
Kennsla hefst 9. janúar og innritun er nú í fullum gangi. Skoða má allar upplýsingar á síðu skólans www.schballett.is

Brynja Scheving er skólastjóri Ballettskólans og er einn af fjórum aðalkennurunum en í hverjum hóp með 9 ára og yngri eru aðstoðarkennarar. Einn af kennurum við skólann er Edda, dóttir Brynju, en hún hefur dansað síðan hún var þriggja ára og hefur verið að aðstoða við skólann frá því hún var 14 ára, en starfar nú við hlið Brynju alla daga rétt eins og Brynja gerði sjálf með móður sinni, Eddu.

Mynd: Anna Kristín Scheving

„Ballettinn er góður grunnur fyrir svo margt og hvort sem börnin halda áfram að æfa ballett síðar þá er víst að grunnurinn sem þau fá út úr náminu er mjög góður. Í forskólanum læra börnin grunnstöður og æfingar í klassískum ballett sem hæfa þeirra aldri og þroska en skipt er í hópa eftir aldri. Þau gera æfingar sem liðka og styrkja, læra að standa í röð og fylgja settum reglum. Litlum sporum og æfingum er svo fléttað inn í litla látbragðsdansa eins og blómið, fiðrildi, mýs og kisur sem dæmi. Þetta er mjög þroskandi og afar skemmtilegt prógramm fyrir þennan aldur. Svo eftir því sem þau eldast og þroskast tekur meiri alvara við,“ segir Brynja, en fjölbreytni í námsframboði skólans hefur aukist:

„Okkur finnst frábært að geta aukið töluvert starfssvið okkar og boðið upp á fjölbreyttara nám. Í fyrra byrjuðum við með tveggja ára hópa sem köllum krúttdans. Einstaklega krefjandi en mjög gaman að sjá árangurinn og hvað þessi litlu kríli ná að herma eftir okkur og öðlast styrk og öryggi og smátt og smátt geta þau séð af foreldrum sínum og notið sín ein við að dansa. Nú getum við einnig boðið upp á sér jazz/modern-tíma fyrir allan aldur og erum einnig með tíma fyrir aldursflokkinn 20–30 ára. Það eru margir nemendur á þessum aldri sem elska að dansa en hafa ekki fundið sér tíma við hæfi.“

En ballett er ekki síður góð líkamsrækt fyrir fullorðna og í Ballettskóla Eddu Scheving dansa margar eldri konur sér til yndis, og jafnvel karlar:

„Ballett-fitness er frábært prógramm fyrir fullorðna sem við höfum boðið upp á í ein átta ár og hefur verið mjög vinsælt. Þessi hópur hefur verið með á jólasýningu eldri nemenda í Tjarnarbíói og uppsker mikið klapp og fögnuð. Eiginlega hafa þau alltaf slegið í gegn með sínum atriðum.

Kennararnir
Kennararnir

Mynd: Anna Kristín Scheving

Silfursvanir er nýtt hjá okkur núna þar sem við bjóðum upp á enn mýkri og léttari tíma sem einkennast þó mest af tignarlegum hreyfingum og glæsileika. Ég sá oft á netmiðlum að „heldri“ konur óskuðu þess að svona tímar væru í boði hér á landi og við erum tilbúnar með frábært prógramm fyrir aldurinn 65 ára plús.

Pilates-tímarnir hafa verið mjög vinsælir hjá okkur í vetur. Þetta er frábært kerfi til að styrkja miðju líkamans. Tímarnir byggjast á styrktaræfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun. Mikil áhersla er lögð á að bæta og laga líkamsstöðu. Pilates-æfingar halda hryggnum sterkum og sveigjanlegum en það er einmitt hryggurinn sem heldur líkamanum uppi. Mjög góð þjálfun til að styrkja miðju líkamans. Við bjóðum upp á morgun-, hádegis- og kvöldtíma.“

Sem fyrr segir er Ballettskóli Eddu Scheving til húsa að Skipholti 50c. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu er að finna á heimasíðunni schballett.is eða síma 861-4120.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum