fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Íslenskir bananar og allt annað lífrænt

Kynning

Bændur í bænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bændur í bænum“ er lífrænn ferskvörumarkaður sem býður upp á úrval af lífrænum gæðaafurðum frá íslenskum framleiðendum ásamt innfluttum lífrænum ávöxtum, grænmeti og þurrvöru. „Innflutninginn sjáum við sjálf um,“ segir Gunnar Örn Þórðarson hjá Bændum í bænum, en hann hefur haft kynni af lífrænni ræktun allt frá æskuárum.

Bændur í bænum eru staðsettir að Nethyl 2c í Reykjavík og fyrirtækið rekur einnig öfluga vefverslun á vefsvæðinu baenduribaenum.is. Við gefum Gunnari Erni aftur orðið:

„Við eigum og rekum garðyrkjustöðina Akur í Laugarási, en matvörumarkaðurinn Bændur í bænum er byggður upp frá jólamarkaði árið 2009. Markaðurinn gekk vonum framar og hefur smám saman breyst í verslun með afurðir frá okkur og einnig hafa fleiri framleiðendur bæst við.

Við höfum rekið netverslun í mörg ár en upphaflega var hún póstlisti. Þegar foreldrar mínir hófu að reka Garðyrkjustöðina Akur árið 1991 varð til póstlisti fyrir vini og vandamenn sem vildu frá sendar frá þeim afurðir. Póstlistinn varð síðan að tölvupóstlista og út frá þessu þróaðist síðar netverslun.

Foreldrar mínir Karólína Gunnarsdóttir og Þórður Guðjón Halldórsson byggðu upp lífræna starfsemi á Akri og eru hugmyndafræðingarnir á bak við hana. Ég og kona mín, Linda Björk Viðarsdóttir, komum inn í reksturinn fyrir ári.“

Sem fyrir segir selja Bændur í bænum ferskt grænmeti frá gróðrarstöðinni Akri en margar aðrar lífrænar vörur eru í boði.

„Við seljum aðeins vörur sem standast okkar kröfur um lífræna framleiðslu, heiðarleika, gegnsæi og rekjanleika í viðskiptum. Við flytjum inn ávexti frá Eosta í Hollandi sem á Nature&more vörumerkið, og þurrvöru frá Saltå kvarn í Svíþjóð. Viðskiptavinir geta spurt um hvað eina sem snertir vörurnar, framleiðslu, flutning og matseldina. Hér er mikil sérþekking til staðar og oft eru framleiðendurnir sjálfir á staðnum.

Við erum með mjólkurafurðir frá Biobú, útigrænmeti frá Hæðarenda og grænmeti og ost frá Skaftholti. Brekkulækur sér okkur fyrir lamba- og nautakjöti og Litla gula hænan sér okkur fyrir velferðarkjúklingi. Einnig erum við með hráfæðiskökur frá organic.is og þurrvörur frá Kaja Organic, svo fátt eitt sé nefnt,“

segir Gunnar jafnframt, en besta leiðin til að kynna sér úrvalið er að koma í verslunina í Nethyl 2c eða skoða netverslunina á baenduribaenum.is.

„Við erum með tvær netverslanir. Annars vegar heimsendingarþjónustu innan 90 mínútna í gegnum Aha sem sinnir höfuðborgarsvæðinu (baenduribaenum.is) og hins vegar netverslun sem sinnir landsbyggðinni og sendir út einu sinni sinni í viku. (graenihlekkurinn.is/verslun)

Auk hefðbundinnar framleiðslu á Akri er alls konar tilraunastarfsemi í gangi þar líka. Núna í haust uppskárum við t.d. fyrstu bananaknippin af bananatrjánum okkar. Það er von á nýjum bönunum á næstunni en besta leiðin til að fylgjast með svona fréttum er að skrá sig á póstlistann okkar á baenduribaenum.is og fá alltaf nýjustu fréttirnar.“

Þess má geta að nýju bananarnir koma í sölu í dag, föstudaginn 6. janúar, og allir sem koma í Nethyl 2c að versla fá lífrænt bananasmakk í kaupbæti.

Verslunin að Nethyl 2c er opin á eftirtöldum tímum: Mánudaga frá 12–16, þriðjudaga–fimmtudaga frá 12–18 og föstudaga frá 12–16.

Vefverslunin er á baenduribaenum.is og auk þess eru Bændur í bænum með líflega síðu á Facebook.
Símanúmer er 586-8001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum