fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Ég er konan á myndinni

Jennifer Knapp Wilkinson var höfð að skotspóni af nafnleysingjum á netinu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er aldrei saklaust grín að hlæja að einhverjum,“ segir hin 39 ára gamla Jennifer Knapp Wilkinson sem búsett er í Missouri í Bandaríkjunum. Segja má að Jennifer hafi orðið heimsfræg á einni nóttu fyrir fjórum árum þegar mynd af henni birtist á grínvefsíðum um heim allan.

Á myndinni mátti sjá Jennifer í óþægilegri aðstöðu í verslun Walmart en myndin var tekin um það leyti sem hún missti jafnvægið á litlu farartæki sem hún notar til að komast á milli staða.

Pistill Jennifer hefur vakið mikla athygli en í honum kallar hún eftir því að fólk beri virðingu fyrir hvert öðru.
Kallar eftir virðingu Pistill Jennifer hefur vakið mikla athygli en í honum kallar hún eftir því að fólk beri virðingu fyrir hvert öðru.

Myndin fór víða

Myndin vakti mikla athygli og sló í gegn á fjölda vefsíða, til dæmis síðunni People of Walmart sem gerir grín að viðskiptavinum þessa þekkta smásölurisa. Hlegið var að henni og lét fólk allskonar sleggjudóma falla um holdafar hennar, og það án þess að þekkja hana eða hennar sögu.

Jennifer steig fram og sagði sögu sína í pistli á vefnum Quora á dögunum þar sem hún lýsti reynslu sinni af eineltinu á netinu sem hún varð fyrir. Jennifer glímir við ofþyngd og, þrátt fyrir ríkan vilja, hefur henni gengið illa að léttast. Er það meðal annars vegna þess að hún glímir við svokallað hryggskrið (e. Spondylolisthesis) og á fyrir vikið mjög erfitt með að stunda hreyfingu. Þá þjáist hún af kvíða, ADHD og áfallastreituröskun sem hefur haft mikil áhrif á líf hennar.

Var mjög brugðið

Jennifer hafði í fyrstu ekki hugmynd um að verið væri að gera grín að henni. Það var ekki fyrr en systir hennar benti henni á myndina og spurði hvort þetta væri hún. Hún viðurkenndi að svo væri og segir að sér hafi brugðið þegar hún las athugasemdir nafnlausra netverja undir myndinni. Einkenni hryggskriðs geta verið margvísleg en hjá Jennifer kemur það einna helst fram í máttleysi í fótum. „Ef ég stend lengi þá verð ég dofin í fótunum,“ segir hún og bætir við að hún hafi oft dottið út af þessu. Þess vegna noti hún rafmagnsskutlu til að koma sér á milli staða.

Sögð löt

Jennifer fór í búð til að kaupa í matinn fyrir fjölskyldu sína, eiginmanninn Robert og börnin tvö, þegar hún missti jafnvægið á skutlunni. Þennan dag hafði hún fundið fyrir miklum verkjum og vildi svo óheppilega til að hún missti jafnvægið þegar hún var að teygja sig eftir matvöru. Hún segir netverjum sem hraunuðu yfir hana til syndanna í pistli sínum fyrir að draga ályktanir út frá ónógum forsendum. Margir sögðu að hún væri feit af því að hún væri löt en það er ekki alls kostar rétt, segir Jennifer.

Jennifer segir að þegar hún datt hafi hún heyrt í ungum stúlkum flissa fyrir aftan hana. „Mér fannst ég sjá flass en hugsaði ekki meira út í það því ég er vön því að fólk horfi á mig og geri grín að mér. Þetta var ekkert nýtt fyrir mér.“

Fólk beri virðingu

Jennifer segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að skrifa pistilinn, fjórum árum eftir að myndin birtist, sé sú að hún vilji að fólk beri virðingu fyrir hvert öðru. Feitt fólk sé fólk líka og kallar hún eftir því að fólk sýni hluttekningu, skilning og virðingu fyrir öðru fólki.

„Þú sérð ekki fötlun mína en hún er þarna og hún er raunveruleg. Svo næst þegar þú sérð myndir sem gera grín að fólki, mundu að þú þekkir ekki forsöguna eða þær áskoranir sem viðkomandi stendur frammi fyrir á hverjum degi. Það er ekki bara saklaust grín að hlæja að einhverjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum