fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Er sjálfsfróun hin nýja sígarettupása?

Gæti skilað einbeittari, rólegri og skilvirkari starfsmönnum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnustaðir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þar eyða launþegar stærstum hluta af vökustundum sínum og eiga að sjálfsögðu að skila af sér góðu verki. Til þess að af því geti orðið þá freista fyrirtæk þess í æ ríkari mæli að hvetja starfsmenn sína áfram með því að skapa umhverfi á vinnustaðnum þar sem hægt er að slappa af og hvílast eða gleyma sér í stutta stund við hverskonar afþreyingu. Í því samhengi kannast margir eflaust við fréttir af höfuðstöðvum internetrisanna Facebook og Google sem hljóma eins og fullorðinstívolí frekar en vinnustaðir. Líklega væru margir til í að mæta í vinnuna þangað.

Allar nýjungar í þessum efnum, að auka vellíðan starfsmanna, vekja því athygli á vinnumarkaði og sérstaklega ef að þær eru ódýrar og skila aukinni starfsánægju. Það skal því engan undra að greinin „Sjálfsfróun er nýja sígarettupásan“ á vefsíðunni Ravishly farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla.

Allir að gera það nema ég

Greinin byggir á rannsókn tímarits í New York sem leiddi í ljós að 39% karlkyns lesenda viðurkenndu að hafa „tekið í vininn“ á skrifstofutíma. Sú niðurstaða rímar við niðurstöður glanstímaritsins Glamour frá árinu 2012 um að 31% þátttakenda, af báðum kynjum, höfðu stundað sjálfsfróun á vinnutíma. Þá kemur fram að vinnustaðaklósettin eru að koma sterk inn sem vettvangur athæfisins. Þau eru jú læst og ólíklegt að yfirmaður banki og spyrji hvað í ósköpunum starfsmaðurinn sé að gera þarna inni.

Já – við sjálfsfróun

En er gott fyrir starfsfólk að stunda sjálfsfróun á vinnustaðnum? Stutta svarið er já. Í grein Metro um athæfið er haft eftir Mark Sergeant, lektor í sálfræði við Notthingham Trent-háskólann að sjálfsfróun á vinnutíma sé „frábær leið til þess að losa streitu.“ Þá telur hann að sjálfsfróunarhlé geti verið frábær hvati fyrir starfsfólk til þess að klára verkefni. Dæmi væri þessi hugsanagangur: „Jess, ef ég klára þessa grein þá má ég taka í kallinn.“ (Athugasemd ritstjórnar: Ekki er um raunverulegt dæmi að ræða heldur hugarburð þess sem stýrir penna. Eða öllu heldur lyklaborði).

Stressandi að „koma“ fljótt

Annar sálfræðingur, Dr. Cliff Arnall er á sama máli: „Ég myndi reikna með að sjálfsfróunarhlé myndu leiða til þess að starfsmenn yrðu einbeittari, rólegri, skilvirkari og almennt í betra skapi“. Aðaláhyggjur Dr. Arnall snerust um að treysta starfsmönnum til þess að velja stund og staðsetningu við hæfi innan fyrirtækisins og að það gæti haft neikvæð áhrif ef starfsmenn myndu ekki ná fullnægingu. Það gæti skapað neikvæðar tilfinningar sem og sú pressa að þurfa að „koma“ innan tiltekins tímaramma. Þá bendir doktorinn á að brýna þurfi fyrir starfsfólki að óskynsamlegt sé að nota ástríðufulla dagdrauma um samstarfsmenn sem hvata til sjálfsfróunnar. Það gæti leitt til þess að aðrar afar óeftirsóknarverðar kynferðislegar athafnir ryðji sér til rúms á vinnustaðnum, til dæmis kynferðisleg áreitni.

Organdi frygðarstunur gætu valdið vandræðum

Niðurstaða Dr. Arnall er að mikilvægt sé að starfsmaðurinn sé viss um að hann geti fengið fullnægingu fljótt og vel og að hvatinn eigi að vera streitulosun en ekki óstjórnlegur losti. Þá verði viðkomandi starfsmaður að treysta sér til þess að fróa sér hljóðlega í laumi. Telur doktorinn að ef allir á vinnustaðnum séu meðvitaðir um að, til dæmis, Hannes í mótttökunni sé inni á klósetti að rúnka sér þá geti það skapað óþægilegt andrúmsloft á vinnustaðnum. Organdi frygðarstunur Hannesar gætu orðið vandræðalegar fyrir alla hlutaðeigandi. En ef að Hannes treystir sér hinsvegar til að fara eftir öllum tilmælum Dr. Arnall þá eru sjálfsfróunarpásur á vinnustaðnum hin fínasta hugmynd.

Þá er bara að fara að tala við yfirmanninn og sannfæra hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum