fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Sælkerabakarí í Hveragerði

Kynning

Komdu við í hádeginu hjá Almari bakara

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Sunnumörk í Hveragerði er staðsett eitt besta bakarí á landinu þó víða væri leitað. Almar bakari opnaði í apríl 2009 og hefur síðan þá bakað dýrindis brauð og ljúffengt bakkelsi ofan í þakkláta gesti. Húsnæðið er bjart og notalegt og er pláss fyrir 70-80 manns í sæti. Allt aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna er til fyrirmyndar og er allajafna brjálað að gera á sumrin, enda alltaf eitthvað nýtt og spennandi á boðstólnum.

Samlokur fyrir svanga ferðalanga.
Samlokur fyrir svanga ferðalanga.

Ljúffengur matur í hádeginu

“Það er pastaréttur í hádeginu alla daga nema sunnudaga. Svo erum við með tvær tegundir af súpum á hverjum degi sem eru undantekningalaust gerðar frá grunni. Annars vegar er önnur alltaf klassísk þykk súpa með rjóma og er uppbökuð. Hin er grænmetissúpa sem er þá bæði mjólkur- og glúteinlaus,” segir Ólöf Ingibergsdóttir, eða Lóa eins og hún er kölluð. Súpa með ábót, brauð og kaffi er allt saman á 990 krónur, sem má teljast einstaklega hagstætt verð. “Við erum líka með töluvert úrval af samlokum sem eru einnig mjög vinsælar. Lavasamlokurnar okkar eru til dæmis sérstaklega vinsælar hjá ferðamönnum, en það er svört ciabatta með laxi, eggjum, sinnepssósu og salati,” segir Lóa.

Hverabrauðið einstaka.
Hverabrauðið einstaka.

Súrdeigsbrauð og hverabrauð

Hjá Almari bakara fást ótal tegundir af ýmis konar brauðum, “Við höfum alltaf verið með súrdeigsbrauð hér í bakaríinu. Brauðin okkar eru framleidd þannig að það þurfi að nota sem minnst ger . Öll brauðin eru án viðbætts sykur. Súrdeigsferlinu er ekki flýtt og brauðin fá að hefast í kæli í 18 tíma. Að sama skapi verður bragðið meira og öflugra,” segir Lóa. Hjá Almari bakara fást einnig dýrindis sælkerabrauð og meðal annars nefnir Lóa svokölluð baguette brauð með ristuðum lauk. “Þessi eru mjög vinsæl og algerlega þess virði að gera sér ferð úr bænum til að sækja eitt slíkt,” segir Lóa. Almar bakari býður einnig upp á einstakt rúgbrauð. “Við bökum allt rúgbrauðið okkar í hvernum hér fyrir aftan húsið. Það liggur í álkössum ofan í stórum potti sem byggður er yfir hverinn og liggur þar í um 18 klst,” segir Lóa.

Bakkelsishimnaríki.
Bakkelsishimnaríki.

Sætabrauðsdrengurinn hann Almar

“Við erum þekkt fyrir að vera með mikið úrval af sætabrauði. Almar er sannkallaður ástríðubakari og er sífellt að finna upp á nýju bakkelsi. Við erum dugleg að skipta út tegundum og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að finna í borðinu hjá okkur. Reykvíkingar gera sér sumir hverjir ferð hingað til Hveragerðis því hér er að finna mjög margt sem aðrir eru ekki með, eins og hunangsbollur, franskar vöfflur og skeljar, sem eru einskonar kexskeljar fylltar með smjörkremi og dýft í súkkulaði. Þessar eru alveg toppurinn. Svo erum við með gómsæta kleinuhringjasnúða djúpsteikta með kanilsykri. Honum er oft lýst sem eins konar afkvæmi venjulegs snúðs og kleinuhrings. Þessir eru alveg einstakir og hvergi til annars staðar,” segir Lóa.

Opnunartímar í Almari bakara á veturna:
Opið alla virka daga frá 07-18
Um helgar er opið frá 08-18.

Almar bakari – Bakarí og kaffihús er staðsett að Sunnumörk 2, í Hveragerði rétt hjá Bónus og Arion banka.
Hægt er að hafa samband í síma 483-1919.
Nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðu Almars bakara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum