fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Gera íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfa

Kynning

Retor Fræðsla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margir útlendingar sem flytja til Íslands byrja að læra ensku áður en þeir læra íslensku. Þessi tilhneiging veldur því að fólk lærir íslensku seinna og verr en ella. Lausnin á þessu er að gera íslenskt samstarfsfólk meðvitaðra um þetta og koma bæði íslenskum og erlendum starfsmönnum upp á lag með að nota íslensku sem leiðandi tungumál á staðnum. Hægt er að byrja á því að kenna útlenda starfsfólkinu orð og setningar sem mest reynir á í daglegum störfum þess og kenna síðan íslenska starfsfólkinu þann orðaforða sem erlendu samstarfsfólki þess hefur verið kenndur. Þannig verður til grunnur sem hægt er að byggja ofan á með því að erlenda starfsfólkið bætir jafnt og þétt fleiri orðum inn í sín daglegu samtöl.“

Þetta segir Aneta Matsuszewska, stofnandi Retor Fræðslu, en fyrirtækið hefur boðið upp á markvissa og vandaða íslenskukennslu fyrir útlendinga síðan árið 2008. Aneta er frá Póllandi, hún flutti hingað árið 2001 og einsetti sér að ná fljótt tökum á íslenskunni. Aðeins þremur árum síðar var hún farin að kenna öðrum útlendingum íslensku. Sú starfsemi þróaðist síðan út í það fyrirtæki sem Retor Fræðsla er.

Retor er með opin námskeið fyrir almenna nemendur en einnig samstarfssamninga við hin ýmsu fyrirtæki sem fela í sér sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk þess. Meðal fyrirtækja sem eru með þannig samstarfssamning við Retor eru Strætó bs., Kynnisferðir, Héðinn hf. og Subway.

Íslenskan styrkir fyrirtækið

Fyrir marga er erfitt að taka fyrstu skrefin í að tjá sig á framandi tungumáli. Enginn getur hins vegar náð tökum á íslensku án þess að æfa sig og mikilvægt er að gera Íslendinga meðvitaða um þetta. Í starfi sínu á vinnustöðum leggur Retor mikið upp úr því að fræða íslenska starfsfólkið og fá það til að skapa umhverfi þar sem íslenskan er leiðandi tungumál.

Að erlent starfsfólk á vinnustöðum nái tökum á íslensku skapar margvíslegan ávinning fyrir bæði það sjálft og fyrirtækið: „Þetta eykur klárlega starfsánægju erlenda starfsfólksins, það getur veitt viðskiptavinum betri þjónustu og samstarf við íslenska vinnufélaga verður betra. Eru þá ónefnd þau lífsgæði sem felast í því fyrir fólk að geta talað tungumálið og eiga þannig greiðari leið inn í samfélagið, eignast fleiri vini og félaga og hafa greiðari aðgang að upplýsingum,“ segir Aneta.

Aneta segir að flestir geti lært íslensku óháð aldri, en grundvallaratriði sé að fólk geti æft sig að tala málið á hverjum degi og íslenskan verði hluti af daglegu umhverfi þess. Hins vegar sé tungumálalegur bakgrunnur fólks ólíkur og hann valdi því að sumir þurfa lengri tíma en aðrir til að ná tökum á málinu. Þannig tali fólk frá Suðaustur-Asíu til dæmis tungumál með allt öðrum málfræðikerfum en evrópsk tungumál byggjast upp á og það hafi mikil áhrif: „Við leggjum áherslu á að íslenskukennslan fari fram með móðurmál nemandans eða annað tungumál sem brú. Þannig erum við með pólskan kennara sem kennir Pólverjum íslensku, Lithái kennir Litháum og Rússum og svo er enskumælandi kennari sem kennir blönduðum hópum. Enn fremur skiptum við hópunum upp eins og hægt er eftir tungumálabakgrunni hvers og eins og kunnáttu hvers og eins í íslenskunni,“ segir Aneta að lokum.

Retor Fræðsla er til húsa að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Síminn er 519-4800. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni retor.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum