fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Þénar milljónir á að aðstoða foreldra við að nefna börn sín

Sextán ára frumkvöðull fékk frábæra viðskiptahugmynd

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. september 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára bresk stúlka hefur þénað sem nemur milljónum króna á að aðstoða kínverska foreldra við að gefa börnum sínum nafn. Þessi ungi frumkvöðull brá að það ráð að opna vefsíðu sem þúsundir Kínverja nýta sér.

Stúlkan sem um ræðir heitir Beau Jessup og sérhæfir vefurinn sig í að aðstoða foreldrana við að gefa börnunum bresk nöfn, að hluta eða í heild. Foreldrar greiða litla upphæð til vefjarins og fylla út einskonar eyðublað þar sem þeir eru spurðir um ýmis atriði, til dæmis kyn og persónuleikaeinkenni barna sinna.

Að þessu loknu fá foreldrar barnanna hugmyndir að nafni, eða nöfnum, og að vali loknu fá þeir útprentað skjal þar sem merking nafnsins er meðal annars tíunduð. Einnig má finna á skjalinu þekkta einstaklinga sem deila nafni barnsins.

Vefurinn sem Jessup kom á fót hefur nú þegar aðstoðað við nafngift 200 þúsund barna og hefur Jessup þénað hátt í tíu milljónir króna. Hugmyndin kviknaði þegar Jessup var á ferðalagi í Kína og komst að því að margir foreldrar vildu helst að börn þeirra myndu bera enskt nafn, ef ske kynnu að þau héldu út í nám.

Peningarnir sem Jessup hefur þénað fara beint inn á sparireikning hennar. Munu þeir koma að góðum notum þegar Jessup byrjar í háskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum