fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Kannabisvíma hefur letjandi áhrif

Ekki munur á starfsvilja kannabisneytenda sem eru edrú og þeirra sem ekki nota kannabis

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2016 23:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingar sem eru undir áhrifum marijúana eru latari en þeir sem eru það ekki. Þeir eru, samkvæmt nýrri rannsókn, ólíklegri til að leggja á sig erfiðisvinnu fyrir peninga. Independent greinir frá rannsókninni og segir hana staðfesta það sem heilu kynslóðirnar af kannabisneytendum hafi alltaf vitað.
Athygli vekur hins vegar að kannabisneytendur, sem ekki eru undir áhrifum, eru ekkert síðri en hinir þegar kemur að því að ýta endurtekið á takka á lyklaborði gegn svolítilli greiðslu. Það var einmitt þrautin sem rannsóknin byggir á.

Studdu á „space bar“

Frá henni er greint í læknaritinu Psychopharmacology. Sautján einstaklingar sem neyta kannabisefna voru ýmist látnir anda að sér kannabisgufu eða gufu sem innihélt lyfleysu. Þeim var síðan boðið að velja á milli auðvelds verks sem fyrir fékkst lítil greiðsla eða erfiðara verk sem meira fékkst greitt fyrir. Auðvelda verkið fólst í því að styðja á „space bar“ [bil] á lyklaborði 30 sinnum á sjö sekúndum en það erfiða að styðja 100 sinnum á takkann á 21 sekúndu. Fyrir að takast auðvelda verkið fékkst hálft pund í greiðslu en fyrir erfiðara verkið allt að tveimur pundum.

Hlífðu sér frekar

Einn af rannsakendunum er Val Curran, prófessor við University College í London. Hún segir að það sé ekki mjög krefjandi verk í sjálfu sér að ýta endurtekið á takka á lyklaborði, en það krefjist þó einhvers erfiðis. Það sé heppilegt til að leggja mat á áhuga. „Við komumst að því að fólk sem var undir áhrifum kannabis reyndist mun ólíklegra til að reyna við erfiðara verkefnið.“

Þeir sem fengu lyfleysuna reyndu við erfiðara verkið 50 prósent tímans en þeir sem neytt höfðu kannabis völdu það 42 prósent tímans.

Lítil áhrif langtímaneyslu

Þeir sem stóðu að rannsókninni gerðu svo aðra tilraun. Þá voru 20 einstaklingar, sem háðir eru kannabis, fengnir í tilraunina ásamt 20 sem stjórn hafa á neyslunni. Engum var leyft að neyta áfengis eða vímuefna, aðeins tóbaks og kaffis, síðustu 12 tíma fyrir tilraunina. Enginn munur reyndist á því hvaða verkefni þeir reyndu við, eða hvernig þeim gekk að ýta á „space bar“.

Dregur ekki af fólki

Independent hefur eftir dr. Will Lawn, öðrum þeirra sem að rannsókninni stóðu, að almennt sé talið að kannabisneysla hafi neikvæð áhrif á drifkraft [e. motivation]. Hann segir hins vegar að þetta sé í fyrsta sinn sinn sem þetta hafi verið prófað með vísindalegum aðferðum. „Því hefur verið haldið fram að til lengri tíma litið hafi kannabisneysla þau áhrif að það dragi af fólki í vinnu, jafnvel þegar það er ekki í vímu. Tilraun okkar styður þær kenningar ekki.“ Hann tekur hins vegar fram að nauðsynlegt sé að gera frekari rannsóknir á langtímaáhrifum kannabisneyslu áður en hægt verði að komast að endanlegri niðurstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum