fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Flotuð gólf í öllum regnbogans litum

Kynning

Níðsterkt, endingargott og glæsilegt gólfefni

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 30. september 2016 12:00

Níðsterkt, endingargott og glæsilegt gólfefni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Hansson, dúklagningarmeistari og löggiltur iðnmeistari, hefur unnið við dúklagningar í tæp 40 ár. Fyrirtæki hans, Flotuð gólf og gólfefni, sérhæfir sig í flotun gólfa, lökkun, dúklögn, teppalögn og svokölluðu Pandomo-múrefni sem notað er annars vegar sem flot á gólf og hins vegar sem múr á veggi.

Baðherbergi með Pandomo-veggjum.
Baðherbergi með Pandomo-veggjum.

Pandomo er það gólf- og veggefni sem nýtur mest vaxandi vinsælda í Evrópu. Litir eru blandaðir eftir litaformúlu eða sérblandaðir eftir óskum viðskiptavinarins. Það er því mögulegt að fá alla liti regnbogans. Áður fyrr þótti flotað og lakkað gólf bráðabirgðalausn, en eftir að færnin og efnin urðu betri stenst flotið allan samanburð við önnur gólfefni eins og flísar, dúka og parkett.

Baðherbergi með Pandomo-vegg í bakgrunni og flotuðu gólfi.
Baðherbergi með Pandomo-vegg í bakgrunni og flotuðu gólfi.

„Þegar ég byrjaði að flota og lakka gólf fyrir um fimmtán árum var maður aldrei viss með útkomuna og litinn, enda voru þau flotefni framleidd sem efni til sléttunar á gólfum undir önnur gólfefni,“ segir Hilmar. Á síðustu árum eru flotuð gólf orðin einn af valkostunum á heimilisgólf, gólf á skrifstofum, sýningarsölum og söfnum svo eitthvað sé nefnt. „Pandomo-gólfin og -veggirnir eru að sækja mikið á enda er útkoman hreint út sagt glæsileg,“ segir Hilmar. Pandomo-gólfin taka ekki nema þrjá daga í vinnslu og Pandomo-veggmúrinn fjóra daga. Flotuðu gólfin eru líka með ódýrari gólfefnum sem fólk kaupir og eru níðsterk gólf.

„Síðasta verkefni sem við unnum var fyrir Kumiko, Te- og kaffihús úti á Granda sem verður opnað í október. Þar flotuðum við sægrænt, rautt og grænt gólf. Þetta var ótrúlega hugað val og kom fáránlega vel út. Eins vorum við að klára gólfið í Húrra Reykjavík sem er ljósgrátt og mikill klassi yfir.“ Það er líka mikið að gerast í flísalögnum og má þar nefna vínylgólfborð sem Hilmar er mikið að vinna úr.

Vínylgólfborð frá Harðviðarvali og grár Pandomo-veggur.
Vínylgólfborð frá Harðviðarvali og grár Pandomo-veggur.

Vínylgólfborðin eru nýjung sem hentar vel á staði eins og hótel, verslanir heimili og skrifstofu enda mjög slitsterkt efni, endingargott og viðhaldsfrítt. „Ég er einnig mikið í hefðbundnum línoleum- og vínyldúklögnum hjá stofnunum og fyrirtækjum.“

Ljósgrátt Pandomo-gólf á Húrra Reykjavík.
Ljósgrátt Pandomo-gólf á Húrra Reykjavík.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Flotaðra gólfa og gólfefna.
Einnig er hægt að ná í Hilmar í síma 897-1060 eða með vefpósti hilmar.hansson@internet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum