fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Viðgerðarþjónusta í hæsta gæðaflokki

Kynning

Bætir ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bætir er fullkomið viðgerðar- og þjónustuverkstæði, búið flestum þeim sérverkfærum sem á þarf að halda til upptektar á flestum gerðum véla og gíra. Bætir býður einnig upp á sérhæfðari viðgerðir, t.d. á túrbínum, olíuverkum og eldsneytisdælum. Bætir hefur í yfir 20 ár flutt inn varahluti í Caterpillar-vélar frá bandaríska framleiðandanum IPD sem í dag býður upp á hæstu gæði varahluta á eftirmarkaði í Caterpillar. Bætir býður einnig upp á varahluti fyrir Cummins, Komatsu og Detroit Diesel frá Interstate-Mcbee.

Meðal annars sem fyrirtækið býður upp á eru afgas-, snúnings-, smur- og vatnshitamælar frá ISPRO, gangráðar frá Governors America Corp., loft- og rafmagnsstartarar, kælar, öxulþéttar og mikið úrval pakkninga og þétta. Bætir er umboðsaðili fyrir Baldwin-síur á Íslandi.

Bætir hefur nýverið tekið til sölu nokkur hágæða evrópsk merki og má þar helst nefna spilvindur frá Rotzler, loftstartara frá Galí, öxulþétti frá Microtem og kæla frá Universal Hydraulik.

Fullkomin aðstaða og faglært starfsfólk

Allir starfsmenn á verkstæði Bætis eru faglærðir viðgerðarmenn með mikla reynslu af vélaviðgerðum. Á verkstæðinu eru til staðar flest tæki til endurbyggingar á vélum. Allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið: stór vélaþvottavél, sand- og glerblástur, rennibekkur, vél til að plana hedd og pústgreinar.

Viðgerðarmenn Bætis sinna verkefnum um allt land ásamt verkefnum á Grænlandi, í Færeyjum og í norður Noregi.

Forsagan: Viðgerðarþjónusta Friðriks Sigurðssonar vex og dafnar

Friðrik Sigurðsson, vélfræðingur og yfirvélstjóri, lét af sjómennsku árið 2006 og stofnaði viðgerðarþjónustu fyrir skipa- og bátavélar. Árið 2010 keypti hann vélsmiðjuna Tækni ehf. til að mæta auknu umfangi starfseminnar en þar störfuðu þrír starfsmenn. Hann stofnaði véladeild innan fyrirtækisins og árið 2014 voru starfsmenn fyrirtækisins 10. Fyrir um ári keypti Friðrik fyrirtækið Bæti og sameinaði það vélaviðgerðardeild Tækni ehf. Í þessum sameinuðu einingum starfa nú samtals 15 manns við að veita alhliða viðhalds- og viðgerðarþjónustu fyrir útgerðina.

Bætir er til húsa að Smiðshöfða 7 í Reykjavík. Síminn er 567-2050. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni baetir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum