fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Þrif og alhliða Airbnb-þjónusta

Kynning

Dekura

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dekura er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarumsjón og þrifum á eignum í skammtímaleigu til ferðamanna. „Starfsfólk Dekura hefur mikla reynslu og við veitum þjónustu sem er í senn skjót, örugg og hagstæð. Þetta er mjög vaxandi markaður,“ segir Davíð Vilmundarson, annar eigenda fyrirtækisins sem hann stofnaði ásamt Davíð Karli Wiium fyrir rúmum tveimur árum.

Sumir viðskiptavinir fyrirtækisins láta það eingöngu sjá um þrifin og þykir gott að fá svo skjóta og góða þjónustu því leigjendaskipti eru oftast mjög regluleg og hver nýr leigjandi þarf að koma að húsnæði sem er í toppstandi:
„Þar sem við höfum verið í þessum bransa í nokkur ár vitum við hversu mikil skuldbinding það er að sinna svona batteríi af heilum hug. Sumir vilja sinna þessu að mestu leyti sjálfir en við kappkostum að bjóða gott og sanngjarnt verð fyrir fólk sem vantar aðstoð og þrif þegar það kemst ekki,“ segir Davíð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Heildarumsjón í Airbnb

Flestir viðskiptavinir nýta sér þann möguleika að láta Dekura sjá um alla umsýsluna, sem hlýtur óneitanlega að vera þægilegt:

„Það er töluverð skuldbinding fólgin í því að leigja erlendum ferðamönnum íbúð, og mikil vinna. Maður þarf alltaf að vera til taks komi eitthvað upp á meðan gestir eru í íbúðinni og sjá til þess að eignin og allt sem henni fylgir sé 100%, þess vegna láta margir okkur sjá um allt sem viðkemur útleigunni. Við sjáum þá um að setja upp bókunarsíðu fyrir viðkomandi, lögfræðingar á okkar vegum sjá um að aðstoða eigendur við leyfismál þeim að kostnaðarlausu, við útvegum rúmföt, handklæði og annað þess háttar sem þarf að vera til staðar fyrir gesti meðan á dvöl þeirra stendur, sjáum um öll samskipti og bókanir, tökum á móti leigjendum, erum til taks ef eitthvað kemur upp á og gerum í raun allt sem tengist því að leigja út eignina. Einnig verður í október opnað svokallað „early check-in center“ á Skólavörðustíg. Þar geta gestir sem mæta snemma sótt lykla og eignarmöppur, geymt farangur og jafnvel pantað sér dagsferðir. Og svo sjáum við auðvitað um þrifin líka,“ segir Davíð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ásamt þeim Davíð eru um fimm starfsmenn í þrifum. Davíð og Davíð sjá hins vegar um allan umsýsluþáttinn.

Á heimasíðu fyrirtækisins, dekura.is, er að finna gagnlegar og heildstæðar upplýsingar um þjónustuna, verðskrá, hvernig á að hafa samband, panta þjónustu, og margt fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum