fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Bíllinn þarf líka að vera fallegur að innan

Kynning

Dr. Leður sérhæfir sig í litun og viðgerðum á leðuráklæðum og selur rómuð Dr. Leður hreinsiefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. september 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við þrífum, lögum og litum leðurhúsgögn og innréttingar í bílum. Við sjáum um öll flugvélasætin fyrir Icelandair, sjáum um allt fyrir Alþingi í þessum efnum, þjónustum flestar húsgagnaverslanir í bænum, bílaumboðin, bílasala og svo framvegis,“ segir Ólafur Geir Magnússon, eigandi fyrirtækisins Dr. Leður. Ólafur Geir er lærður húsgagnabólstrari og hefur sérhæft sig í viðgerðum á leðri síðan árið 1992. Hann stofnaði Dr. Leður árið 2008 og fyrirtækið hefur dafnað mjög síðan. Meðal annars er Dr. Leður mjög framarlega í viðgerðum á bílsætum sem víða er mikil þörf fyrir.

Dr. Leður leðursápa og leðurnæring

Auk þess að sérhæfa sig í litun og viðgerðum á leðursætum í bílum og leðurhúsgögnum þá selur Dr. Leður hreinsiefni og næringu fyrir leður sem nauðsynlegt er að bera á til að lengja líftíma leðursins. Með þessum efnum öðlast leðrið nýtt líf.

Hér er um að ræða Dr. Leður leðursápurnar og leðurnæringu. Vörurnar njóta mikillar hylli meðal þeirra sem þurfa að þrífa leður og hróður þeirra eykst sífellt:

„Í hvert einasta skipti sem einhver kaupir þetta af mér veit ég að ég er búinn að eignast framtíðarviðskiptavin vegna þess að fólk notar þetta alltaf aftur. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir. Vörurnar eru seldar í ýmsum húsgagnaverslunum, til dæmis í Línunni og Heimahúsinu, auk þess í Toyota Akureyri og víðar. Þá kaupa margir efnin hjá Dr. Leður, Krókhálsi 4, 110 Reykjavík.

Fyrir og eftir - ótrúlegur árangur
Fyrir og eftir – ótrúlegur árangur

Langamma gaf tóninn

Almenningur leitar mikið til Dr. Leður vegna innréttinga og sætaáklæða í bílum:

„Þetta byrjar á að fólk kemur og sýnir mér bílinn. Í mörgum tilvikum getur það þrifið sjálft, fengið mína frábæru Dr. Leður sápu og næringu til að græja þetta. En svo er þarf stundum að skipta um kanta – það er oft sem kantarnir eru ónýtir eftir að sest er inn í bílinn og stigið úr honum – þá getum við gert það – og að sjálfsögðu þrífum við líka bílinn ef bíleigendur vilja það.“

Ólafur Geir segir mjög mikilvægt að halda bílum hreinum að innan:

„Það er nauðsynlegt að bera á bílinn og þrífa hann um það bil tvisvar á ári. Ég nota oft frasann sem langamma sagði einu sinni við mig þegar ég var lítill: „Óli minn, það er ekki nóg að vera fallegur að utan.““

Það er stutt í glensið hjá Ólafi en öllu gamni fylgir alvara og ljóst er að dæmisagan um langömmuna fangar vel mikilvægi þess að hirða vel um bílinn sinn, jafnt að innan sem utan.

Dr. Leður
Krókhálsi 4
110 Reykjavík
Sími: 824-1011

Dr. Leður á Facebook
www.drledur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum