fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Snóker- og poolstofan Lágmúla 5

Kynning
Berglind Bergmann
Föstudaginn 23. september 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snóker- og poolstofan er rótgróið fyrirtæki og hefur verið í Lágmúla 5 í Reykjavík síðan 1998. Miklar endurbætur og útlitsbreytingar hafa átt sér stað undanfarið, eigandi staðarins er Brynjar Valdimarsson.

Hópaviðburðir vinsælir

Á staðnum eru átján poolborð og fjögur snókerborð og er mikið um að bæði einstaklingar og hópar sæki staðinn.

„Ég og starfsfólk mitt reynum að hafa staðinn þannig að fólk geti komið og slappað af eftir erfiða daga eða bara til að skemmta sér og öðrum. Við fáum mikið af fyrirtækjahópum og margir af þeim koma árlega til okkar enda bjóðum við upp á mjög góða en ódýra skemmtun fyrir hópa,“ segir Brynjar.
Þeir sem hafa áhuga á slíkri skemmtun geta sent e-mail á pool@pool.is og fengið tilboð fyrir hópinn sinn. Jafnframt eru námskeið í boði bæði í pool og snóker þar sem Brynjar kennir undirstöðuatriði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Hægt er að panta kennslu hjá Brynjari í síma 822-1471 eða senda tölvupóst á fyrrnefnt tölvupóstfang. Allir í hópnum eru síðan leystir út með klúbbkorti að gjöf.

Hagstætt verð og klúbbakort

„Við erum með klúbbakort þar sem félagsgjaldið er 500 krónur fyrir árið. Kortið veitir bæði afslátt af leikjum og veitingum,” segir Brynjar. Jafnframt er hægt að kaupa mánaðarkort.
„Við reynum að vera eins ódýr og hægt er, því er verðið hjá okkur mjög hagstætt bæði á drykkjum og mat.“ segir Brynjar.

Eins og áður segir er hægt að kaupa veitingar á staðnum; drykki, smárétti, hamborgara og pítsur.
„Við erum með hamborgara og seljum mikið af þeim enda eru þeir ansi góðir, einnig pítsur frá Italiano sem er í Kópavogi. Þegar við erum með hópa þá getum við pantað frá þeim fyrir hópinn.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Aðstaðan mjög góð

„Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til að horfa á boltann og aðra viðburði. Uppi eru fimmtán risa flatskjáir og tveir skjávarpar sem sjá um að allir gestir geti fylgst með. Öll sjónvörpin eru í HD og hægt er að horfa á í 3D,“ segir Brynjar, og nefnir mótin sem hafa verið haldin á staðnum fyrir Billiardsamband Íslands, bæði í pool og snóker. Það er því alltaf eitthvað að gerast á Snóker- og poolstofunni.

Snóker- og poolstofan er í Lágmúla 5, Reykjavík – S: 581-1147 – netfang pool@pool.is,
Heimasíða www.pool.is
Facebook
Opnunartími
Sunnd. til fimmtud. frá kl. 11:00 – 01:00. Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:00 – 03:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum