fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Síþreyta var kölluð „Íslenski sjúkdómurinn“

Kynning

Chikly-stofnunin með áhrifaríka meðferð gegn síþreytu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Chikly er franskur en hefur starfað við lækningar og rannsóknir í Bandaríkjunum frá árinu 1992. Eitt af hans sérsviðum er síþreyta eða Chronic Fatigue Syndrome. Síþreyta hefur lengi verið talin algeng á Íslandi og árið 1959 var sjúkdómurinn kallaður „The Icelandic Disease“. Bruno hafði viðdvöl hér á landi fyrir skömmu og hélt námskeið í meðferð á síþreytu og vefjagigt sem hefur gagnast mjög vel við þessum einkennum. Hann hefur enn fremur mikinn áhuga á að rannsaka hvers vegna tíðni síþreytu hefur verið og er svo há á Íslandi. Samstarfsaðilar Chiklys á Íslandi eru Anna Bjarnadóttir og Birgir Hilmarsson, meðferðaraðilar.

Chikly-stofnunin hóf formlega starf sitt á Íslandi í kjölfar námskeiðs sem Bruno Chikly hélt hér landi í mars á þessu ári – en hann er tíður gestur á landinu og á eftir að koma aftur. Stofnunin býður reglulega upp á ýmiss konar námskeið sem tengjast síþreytu og vefjagigt, sogæðakerfinu, heilanum og einnig „heart centered therapy“ námskeiðalínunni. Það má fá nánari upplýsingar um námskeiðin á vefsíðunni chikly.is.

Chikly var beðinn um að segja stuttlega frá sjúkdómnum og meðferðinni.

Hver eru einkenni síþreytu?

Orsakir síþreytu eru ekki kunnar og segir Bruno Chikly að oft hafi reynst sjúklingum erfitt að fá skilning á ástandi sínu. „Mörg sjúkdómseinkennin eru huglæg og því ekki hægt að sanna þau. Ef maður er með hálsbólgu er auðvelt fyrir lækni að greina hana. En sá sem segist alltaf vera þreyttur eða ekki geta sofið hefur engin áþreifanlega merki því til sönnunar. Sá sem fer til læknis og segist vera þreyttur getur fengið það svar frá lækninum að hann segist líka vera þreyttur. Það er afar erfitt fyrir lækni að meta hlutlægt þessi sjúkdómseinkenni.“

En síþreyta snýst ekki bara um þreytu heldur eru fimm einkenni gjarnan greind hjá þeim sem þjást af sjúkdómnum: „Fyrsta megineinkennið eru þreyta og skert hæfni í meira en sex mánuði, sem er skilyrði þess að geta talist vera með síþreytu. Annað einkenni er ofboðsleg þreyta eftir líkamlega áreynslu. Þriðja einkennið er ófullnægjandi svefn. Fjórða er skert vitsmunahæfni, hugsunin verður óskýr og minnið gloppótt. Í fimmta lagi er það sem kallað er Othostatic intolerance sem lýsir sér í ókyrrð við að standa uppréttur.“

Sérhæfð handarsnerting

Bruno lýsir sjúkdómnum og meðferðinni enn fremur svo:

„Þetta er meðferð sem byggir á osteopathy – bein- og liðskekkjulækningum – sem felst í sérhæfðum handarsnertingum, en hún er afskaplega mjúk og nærgætin. Orsakir síþreytu eru ekki þekktar og ekki er vitað hvaða meðferð gagnast best við henni. Algengast er að beita þunglyndislyfjum eða til dæmis lyfjum gegn vöðvaverkjum. En greiningar eru mjög á reiki, tugir greininga koma fram á hverju ári, breytilegar frá einu landi til annars. Margt bendir til þess að vefjagigt og síþreyta séu einn og sami sjúkdómurinn þar sem vefjagigt framkallar meiri sársauka en síþreyta meiri þreytu. Árið 1959 var síþreyta – Chronic Fatigue Syndrome – kallaður „Íslenski sjúkdómurinn“. Yfirleitt er talið að hver sjúklingur bregðist á sinn hátt við sjúkdómnum en ég hef í mínum rannsóknum fundið sex óvirk svæði í líkamanum. Þessi sex svæði hjálpa mér til að greina og meta vandamálið og finna réttu meðferðina fyrir hvern og einn. Sumir koma frá lækninum greindir með síþreytu en síðan kemur á daginn með þessari aðferð að þeir hafa aðra sjúkdóma sem koma í ljós við meðferðina, til dæmis vandamál í skjaldkirtli. Sjúklingar geta þá leitað til læknis sem getur sannreynt þetta og beitt viðeigandi meðferð.

Um leið og greining á síþreytu hefur fundist er hægt að meðhöndla sjúklinginn á aðeins 20 mínútum. Stundum er hægt að lækna sjúkdóminn með aðeins tveimur eða þremur skiptum en stundum þarf að meðhöndla sjúklinginn allt að 20 sinnum. Maður verður hins vegar að fara sér hægt og gefa sér tíma til að finna réttu greininguna því ef maður beitir ekki réttri meðferð er sjúklingurinn í meiri vanda en áður.“

Bruno Chikly lýsir því enn fremur að meðferðin felist í því að finna svæði þar sem mikil spenna er og losa um hana með hárréttri snertingu. Eitt af því jákvæða sem gerist eftir meðferðina er að sjúklingar fá afar góðan nætursvefn en eitt af helstu einkennum síþreytu er svefnleysi og truflaður og ófullnægjandi svefn.

„Sjúklingum mínum líður alltaf betur eftir meðferðina og sumir ná sér eftir annað eða þriðja skiptið. Þeir fá líf sitt til baka en það hefur alveg farið úr skorðum vegna þreytu, svefnleysis og annarra langvarandi einkenna.“

Chikly-stofnunin á Íslandi

Eins og áður hefur komið fram er Chikly-stofnunin á Íslandi rekin í nánu samstarfi við Bruno Chikly sem kemur oft hingað til lands til að halda námskeið. Chikly á Íslandi býður upp á mörg námskeið í námskeiðalínum þeirra hjóna auk þess að taka fólk í meðferð. Nánari upplýsingar eru sem fyrr segir á vefsíðunni chikly.is en auk þess er Chikly-stofnunin á Íslandi á Facebook. Einnig má fá nánari upplýsingar og skráningu í meðferð eða á námskeið með því að senda tölvupóst á chikly@chikly.is eða hafa samband við Önnu Bjarnadóttur í síma 862-4898 og Birgi Hilmarsson í síma 898-1760.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum