fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FókusKynning

Ferðarútur í sérflokki og fjölbreytt atvinnutæki

Kynning

RAG, Helluhrauni 4, Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RAG er fyrirtæki sem hefur markað sér sérstöðu á nokkrum sviðum í sölu á atvinnutækjum. Í fyrsta lagi hefur RAG sett alveg ný viðmið í ferðarútum með sölu á sérsmíðuðum Benz-rútum, sem eru vel græjaðar lúxusrútur á mjög hagstæðu verði. Í öðru lagi er RAG með stærstu söluskrá landsins yfir notuð atvinnutæki sem ganga kaupum og sölum jafnt hér innan lands sem milli landa. Síðast en ekki síst selur RAG frábær atvinnutæki frá þýska framleiðandanum Fliegl; tengivagna, palla og landbúnaðartæki.

„Við erum fyrstir og einir í Evrópu til að afhenda 21 manns 4×4 rútur en þær fyrstu eru komnar til landsins,“ segir Rafn Arnar Guðjónsson, eigandi RAG. Benz-rúturnar sem hann selur eru settar saman í lítilli verksmiðju í Póllandi sem Rafn á hluta í. Við hönnun og smíði bílanna er lögð áhersla á lúxus og fínan útbúnað en samt eru þeir seldir á lægra verði hér á landi en þekkst hefur um ferðarútur. Hefur innkoma Benz-rútanna frá RAG leitt til þess að aðrir söluaðilar hafa lækkað verð á sínum rútum og hefur fyrirtækið því sett ný viðmið í ferðarútum á íslenskum markaði.

„Nýja útgáfan, 21 manns, 4×4 Benzrúturnar okkar, bera vörumerkið Artic Edition, sem er okkar lína í ferðarútum. Helmingurinn af rútunum okkar eru núna seldar í Noregi en þær eru síðan í mikilli sölu hér á landi,“ segir Rafn.

Stærsta söluskrá landsins í notuðum atvinnutækjum

Rafn hefur í yfir 30 ár fengist við inn- og útflutning á notuðum atvinnutækjum og er hann með stærstu söluskrá landsins í notuðum atvinnutækjum. Hér er meðal annars um að ræða notaða vörubíla og allar vinnuvélar, til dæmis traktorsgröfur. Sölusvæði RAG teygir sig út um allan heim:

„Ef þú kemur með vörubílinn þinn á skrá til okkar þá er alveg undir hælinn lagt hvort hann selst hér á landi eða erlendis en við erum með inn- og útflutning til yfir 43 landa um allan heim,“ segir Rafn.

Mynd: COPYRIGHT, 2005

Fliegl: Þýsk gæðavara

RAG er einnig með ný atvinnutæki í sölu en þær vörur koma allar frá þýska gæðaframleiðandanum Fliegl. Má þarf nefna tengivagna og palla sem eru sérsmíðaðir fyrir malbiksflutning. Fliegl-gámagrindurnar eru löngu búnar að sanna sig á Íslandi. Einnig selur RAG mjög mikið af beislisvögnum og vélavögnum frá Fliegl.

Síðast en ekki síst ber að nefna landbúnaðartækin frá Fliegl sem RAG hefur selt undanfarin ár með góðum árangri. Má þar nefna margvísleg heyvinnslutæki, staurabora, haugsugur og skítadreifara.

Þess má að lokum geta að RAG er komið með umboð fyrir NEUMEIER-fleyga sem byggjast á sömu tækni og Krupp-fleygarnir, en þeir eru til í stærðum frá 72 kg til 3110 kg. Frábærir fleygar á góðu verði.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni rag.is. Sem fyrr segir er RAG staðsett að Helluhrauni 4, Hafnarfirði, en símanúmerin eru 565 2727 og 892 7502.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum