fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir á ferðalagi

Skynsemin borgar sig – Matt hætti að vinna 2005 og fór að ferðast – Sér ekki eftir því í dag

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Kepnes veit sitthvað um hvernig á að ferðast um heiminn án þess að eyða um efni fram. Hann sjálfur tók þá ákvörðun árið 2005, á meðan hann var í ferðalagi í Tælandi, að hætta í vinnunni og halda áfram að ferðast, að eilífu. Og hann hefur enn ekki skipt um skoðun 11 árum síðar.

Ekki missa þig

Matt bloggar um sitt daglega líf á ferðalagi um heiminn en hann hefur jafnframt gefið út metsölubók þar sem hann kennir ferðalöngum að lifa spart á ferðalagi án þess að hafi nokkur áhrif á skemmtanagildi ferðarinnar.

Matt á jafnframt svar við þessari spurningu: „Hver eru stærstu mistökin sem fólk gerir á ferðalagi?“ En það er að gera ráð fyrir því að ferðalagið verði dýrt.

„Fólk gerir ráð fyrir því að það þurfi að gista á hóteli, borða dýrar máltíðir, ferðast um í leigubílum, fara í skoðunarferðir og bóka rándýr flug.“

„Óttinn við að ferðalagið fari í vaskinn ef þú einblínir á kostnaðinn er óþarfur,“ segir Matt sem vill meina að lúxushótel, dýrar skoðunarferðir og önnur umfram eyðsla bæti litlu við ánægjuna sem fylgir því að ferðast um nýjar slóðir.

Skynsemin borgar sig

„Í daglegu líf setur fólk sér ramma svo peningarnir endist út mánuðinn. Auðvitað ættu allir að gera það sama á ferðalagi en fæstir gera sér þó grein fyrir því.“

Matt ráðleggur fólki, sem vill halda utan um budduna, að viðhalda svipuðum lífstíl heima hjá sér og það gerir heima hjá sér.

„Þetta er mjög einfalt. Fólk á ekki að tapa sér í óþarfa eyðslu vegna þess að það er í fríi. Til dæmis vaknar enginn á hverjum morgni og tekur leigubíl í vinnuna. Fólk fer heldur ekki út að borða á dýrustu stöðum bæjarins á hverjum einasta degi þegar það er ekki í fríi.“

Segir hinn þaulvani ferðamaður og bætir við.

„Semsagt. Ekki láta peninga aftra þér þegar þig langar í ferðalag. Skipulegðu heldur ferðina út frá þeim peningum sem þú átt og ert tilbúin/n að eyða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum