fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Aldís Ólöf missti 35 kíló á 9 mánuðum: Var hætt að geta leikið við börnin

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar manneskjan tekur sig til og ákveður að tími breytinga sé kominn þá geta hinir undursamlegustu hlutir gerst. Þegar fólk hefur tilgang, markmið, eldmóð og fastan vilja þá er ekkert, EKKERT sem stoppar.“

Vildi fá meira út úr lífinu

Á þessum orðum hefst pistill sem birtist fyrst á Pressunni. Þar er reifuð saga Aldísar Ólafar Júlíusdóttur sem er þrítug, fjögurra barna móðir. Aldís tók ákvörðun um að hún vildi fá meira út úr lífinu heldur en stanslausa vanlíðan á líka og sál sökum ofþyngdar.

Þegar Aldís tók ákvörðun að umbreyta lífstílnum var hún 132 kíló. Með staðfastri sjálfsvinnu og stuðningi frá fjölskyldu, vinum og grenningarráðgjafa losaði hún sig við 35 kíló á einni meðgöngu eða 9 mánuðum. Aldís er í dag 97 kíló.

„Það var ekki samfelld gleðiganga heldur eins og þegar við leggjum upp í langar gönguferðir þá verða hólar og hæðir á veginum, dalir og fjöll, vötn og auðn, skin, skúrir og allt þar á milli. En ef við ætlum okkur að komast á áfangastað,“ segir Aldís og bætir við.

Tók verkjalyf daglega

„Maður var orðin svo heftur í öllu. Það var erfitt að leika við krakkana og hugsa um stórt heimili.“
Aldís viðurkenni að hún hafi verið farin að taka verkalyf með jöfnu millibili þar sem hana verkjaði alltaf í fæturna seinnipart dags.

„Ég ákvað strax að þetta yrði langtímaverkefni, ekki bara „hviss bamm búmm“ út að hlaupa og missa 40 kíló á „núll einni“. Ég lagði öll spilin á borðið og gerði hreint fyrir mínum dyrum, maður verður að vera hreinskilinn við sjálfan sig til að byrja nýtt upphaf að einhverju frábæru.“

Elskar að ganga á fjöll

Aldís segir í pistlinum að hún gæti talið upp endalausa kosti þess að vera laus við kílóin 35. „Að leika við börnin án þess að þurfa að setjast niður til að ná andanum og að lifa lífinu án þeirra vandræða sem fylgja því að vera of þung. Mér líður mun betur í eigin skinni. Fólk tekur eftir og hrósar árangrinum sem er mjög hvetjandi.“

Aldís breytti um lífsstíl og er mun hamingjusamari fyrir vikið
35 kílóum léttari Aldís breytti um lífsstíl og er mun hamingjusamari fyrir vikið

Hún segist þó ekki alveg vera komin á þann stað sem hún ætlar sér en er að sama skapi virkilega bjartsýn á framhaldið. „Ég mæti í ræktina að lágmarki 5 sinnum í viku núna og elska að labba upp í fjöllin hérna á Siglufirði og njóta útsýnisins.“

Ráð Aldísar til fólks sem var í sömu stöðu og hún var í er að skrá sig hjá grenningarráðgjafa og byrja að hugsa um sjálfan sig. „Góðir hlutir gerast hægt. Haltu áfram sama hvaða hólar og hæðir verða á vegi þínum, ekki gefast upp því þetta verður auðveldara og þetta er svo mikið þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum