fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Heitir pottar í sérflokki og val um kröftugt vatnsnudd eins og á sundstöðum

Kynning

Á. Óskarsson ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á. Óskarsson ehf. hefur sérstöðu meðal þeirra sem selja heita potta hér á landi þar sem fyrirtækið þjónar sundlaugum landsins með dælur og ýmsan búnað. Fyrirtækið er einnig hið eina á Íslandi sem sérhæfir sig í byggingu sundlauga og uppsetningu hreinsikerfa. Um allt land er að finna sundlaugar, vatnsrennibrautir og annan sundlaugatengdan búnað og leiktæki frá Á. Óskarssyni og síðastliðið haust afhenti fyrirtækið Færeyingum sína fyrstu 50 metra sundlaug. Það er áhugavert fyrir þá sem leggja mikið upp úr góðu vatnsnuddi að vatnsdælur sem knýja nudd í heitum pottum frá Á. Óskarssyni eru sömu gerðar og vatnsdælur sem knýja nuddið á opinberum sundstöðum víða um landið. Kaupendur heitra potta frá Á. Óskarssyni sem vilja nudd geta því gengið að kraftmiklu og framúrskarandi vatnsnuddi vísu í sínum pottum.

Pottar í hæsta gæðaflokki

Á. Óskarsson býður upp á kraftmikið nudd líkt og býðst í mörgum almenningslaugum
Pottaskelin Krafla er glæsileg og fáanleg í tveimur litum Á. Óskarsson býður upp á kraftmikið nudd líkt og býðst í mörgum almenningslaugum

Á. Óskarsson hefur hátt í 40 ára reynslu í sölu á heitum pottum og er fyrirtækið því að öllum líkindum með þeim reynslumestu á þessu sviði hér á landi. Fyrirtækið býður upp á potta í hæsta gæðaflokki, með eða án nudds, fyrir heimili og sumarbústaði. Einnig býður Á. Óskarsson upp á potta í nokkrum stærðum og gerðum fyrir almenningslaugar, líkamsræktarstöðvar, hótel og ferðaþjónustuaðila. Fyrirtækið selur enn fremur lagnaefni, stúta, niðurföll, ristar og annað sem þarf fyrir hitaveituskeljar og steypta potta.

Krafla er ein vinsælasta pottaskelin sem Á. Óskarsson býður upp á. Hún er rúmgóð og glæsileg í alla staði og fáanleg í bláum eða grænum yrjóttum lit. Hönnun pottsins er einstaklega vel heppnuð og eru sætin afliggjandi og vel löguð þannig að þægilegt er að sitja í þeim og láta líða úr sér. Þessi pottur hentar vel fyrir heimilið, sumarbústaðinn og ferðaþjónustuaðila.

Annar stórglæsilegur pottur er Askja sem er hringlaga með yfirfallsrennu. Hann rúmar allt að sex fullorðna og, eins og aðra potta, er hægt að fá hann með kröftugu vatnsnuddi líkt og sundlaugargestir á Íslandi eiga að venjast. Enn fremur er hægt að fá pottinn með loftnuddi og hann er fáanlegur með handriðum úr ryðfríu stáli. Askja hentar vel fyrir hótel, ferðaþjónustuaðila, líkamsræktarstöðvar og sundstaði.

Pottaskeljarnar frá Á. Óskarssyni eru sjálfberandi og sérstaklega þykkar og sterkbyggðar. Þær eru framleiddar úr trefja- og akrýlplasti en það efni veitir pottum besta gæðastimpilinn því það hvorki upplitast né rispast auðveldlega og það verður hvorki lint né stamt við hitabreytingar. Að auki hrindir það frá sér óhreinindum og auðveldar því þrif í alla staði.

Hægt er að lesa meira um heita potta frá Á. Óskarssyni á heimasíðunni www.oskarsson.is

Á. Óskarsson ehf er til húsa að Þverholti 8 í Mosfellsbæ. Í versluninni er að finna mikið úrval af pottum og fylgihlutum. Starfsfólk Á. Óskarsson býr yfir mikilli þekkingu á vörunum og er boðið og búið að veita viðskipavinum góða ráðgjöf.

Opið er virka daga frá kl. 9 til 12 og 13 til 17.
Sími: 566-6600
Á. Óskarsson á Facebook
Netfang: oskarsson@oskarsson.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum