fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Íslandsmeistari þrátt fyrir erfið veikindi: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“

Lét baráttu við sjálfsofnæmisjúkdóm hvergi stöðva sig í átt að markmiðinu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Akkúrat á þessum tímapunkti fattaði ég það hversu svakalega mikið hugurinn hefur áhrif á líkamlega heilsu,“ segir Rakel Orradóttir sem var valin Íslandsmeistari í módelfitness í mars síðastliðnum en óhætt er að segja að leið Rakelar að titlinum hafi verið nokkuð brött. Erfið veikindi settu stórt strik í reikninginn í undirbúningi fyrir mótið en Rakel lét hvergi bugast, staðráðin í að ná markmiði sínu.

Rakel lenti í 7.sæti á Íslandsmeistarmótinu í módelfitness árið 2014 en hún tjáir sig í pistli sem birtist á heimasíðu Motivation Hún ákváð í kjölfarið að taka eitt til tvö ár til að byggja sig upp fyrir næsta mót en þá varð óvænt bakslag: sjálfsofnæmissjúkdómur Rakelar blossaði upp á ný, en sjúkdóminn hafði hún greint með sex árum áður. Tekist hafði að bæla sjúkdóminn niður með árs langri lyfjameðferð.

„Eftir að hafa verið heilan dag upp á spítala fengum við niðurstöðurnar um að sjúkdómurinn minn hefði tekið sig upp aftur, því miður. Strax á þeim tímapunkti tók við 6 vikna mjög svo erfið lyfjameðferð þar sem ég var rúmliggjandi heima hjá mér. Á fyrstu 3 vikunum í lyfjameðferðinni léttist ég um 8 kg. Alls missti ég 10kg af vöðvum og fitu á þessum 6 vikum. Eftir að lyfjameðferðin kláraðist tók við erfitt tímabil þar sem ég þurfti að taka ákvörðun. Að halda áfram í lyfjameðferð og vona það besta að sjúkdómurinn myndi leggjast í dvala líkt og síðast eða fara í geisla þar sem að skjaldkirtillinn minn myndi verða alveg drepinn í geislanum. Myndi vera laus við veikindin, en þyrfti að vera á lyfjum það sem eftir er,“ segir Rakel en hún tók meðfylgjandi mynd af sér meðan á lyfjameðferðinni stóð.

Rakel tók þá ákvörðun að fara í geislann, þó svo að það þýddi mikil álag á líkamann sem þýddir að hún yrði lasin, þreytt og örmagna. Hún lét þó ekki deigan síga og hélt ótrauð áfram á æfngum, staðráðin í að láta veikindin ekki stoppa sig. Í samráði við Dóra, kærasta sinn og einkaþjálfara sem stóð eins og klettur við hlið hennar, ákvað hún að keppa á ný í módelfitness árið 2016.

„Á fyrstu formlegu keppnis undirbúnings æfingunni minni hringir læknirinn minn í mig með þau tíðindi að núna væri skjaldkyrtilinn minn alveg dauður og með 0% virkni. Mér brá heldur í brún vegna þess að fylgikvillarnir við því eiga að vera slæmir, ég ræddi við lækninn minn i smá stund og sagði honum frá mínum plönum og markmiðum. Honum brá örlítið þegar ég tilkynnti honum það að ég væri að ræða við hann á miðri æfingu, vegna þess að á þessum tímapunkti veikindanna hefði ég átt að vera lasin í rúminu. Ég hélt ekki.

En akkúrat á þessum tímapunkti fattaði ég það hversu svakalega mikið hugurinn hefur áhrif á líkamlega heilsu. En þrátt fyrir það að vera byrja tímabil þar að fara stilla mig af á hormónum ákvað ég samt að halda mínu striki, ég var búin að setja mér markmið og ég ætlaði mér að ná því.“

Rakel tókst að ná markmiði sínu „með jákvæðni, góðri samvinnu og hörku vinnu“ eins og hún orðar það, og hlaut Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki í mars síðastliðnum. Hún kveðst hafa haft gríðarsterkt bakland. „Ég er nokkuð viss um að án þeirra hefði mér eflaust ekki gengið jafn vel. Ég gekk af sviðinu sem Íslandsmeistari. Hversu magnað? Akkúrat þarna lærði ég það að ALLT er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“

Rakel undirbýr sig nú undirþáttöku á fleiri mótum hér heima og erlendis en hún heldur úti virkri rás á Snapchat – thol.is- þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningnum ásamt ýmsum fróðleik tengdan heilbrigðum lífsstíl og æfingum.

„Til að byrja með þá átti ég mjög erfitt með að skrifa um veikindin og var það langt úr fyrir þæginda rammann – til dæmis að birta myndina af mér þegar ég var sem mest lasin. En ég hugsaði þá með mér að ef að það er ekki nema ein manneskja þarna úti sem hugsar „ef hún gat þetta þá get ég þetta“ þá væri þetta skref út fyrir rammann svo vel þess virði,“ segir Rakel í samtali við blaðamann en pistil hennar má lesa í heild sinni á Motivation.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum