fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Chicco flugnafæla verndar alla á náttúrulegan hátt

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugnabit eru hvimleið og geta valdið miklum óþægindum og stórspillt sumarleyfinu. Chicco fælan er öflug flugnafæla sem verndar alla gegn algengustu bitflugum. Ólíkt flestum öðrum flugnafælum á markaðnum hentar Chicco flugnafælan börnum frá 3ja mánaða aldri og barnshafandi konum – sem og öllum öðrum. Chicco flugnafælan er náttúruleg vörn gegn flugnabiti og virkar allan sólarhringinn.

Mýflugur og moskítóflugur laðast að mönnum vegna koltvísýrings sem við gefum frá okkur þegar við öndum og þegar við svitnum. Flugurnar geta fundið lyktina af koltvísýringnum í allt að 30 metra fjarlægð. Á Íslandi er mesta hættan vegna bitmýs og lúsmýs sem bíta jafn dag og nótt. Þegar farið úr út fyrir landsteinana er mesta hættan að vera bitin af moskítóflugum en talið er að moskítóflugur geti bitið allt að 50 sinnum á 1 mínútu.

Mynd: Copyright,

Að vera bitin af mýflugu eða moskítóflugu er óþægilægt og fylgir því gjarnan óstjórnlegur kláði og húðerting fyrir hvern sem fyrir verður, en sérstaklega fyrir börn með viðkvæma húð. Geta viðbrögðin líkst ofnæmiskasti og óþægindin verið veruleg.

Rannsóknir hjá Háskólanum í Durnham í Englandi hafa sýnt að barnshafandi konur eru bitnar að meðaltali tvisvar sinnum oftar en aðrir einstaklingar. Hins vegar henta flestar flugnafælur ekki barnshafandi konum; Chicco flugnafælan hentar þeim hins vegar vel.

Hvernig getur þú verndað húð þína og barnsins þín?

Flestar flugnafælur henta ekki börnum undir 3ja ára aldri en ung börn eru með sérstaklega viðkvæma húð sem þarf að vera varin með efnum sem taka mið af því. Flugnafælur fyrir börn mega ekki innihalda DEET en það er virka efnið í flestum fælum á markaðnum. Chicco notar virkt efni úr jurtaríkinu sem kallast Citriodiol í flugnafæluvörurnar sínar. Citriadiol er unnið úr áströlsku Eucalyptus plöntunni sem er þekkt í jurtaríkinu sem náttúrleg skordýrafæla. Flugnafælan gefur frá sér mjúkan ilm sem angrar ekki fólk en hefur fráhindrandi áhrif á skordýr.

Chicco býður upp á flugnafæluna í mismunandi útgáfum þannig allir ættu að geta fundið vöru sem hentar hverjum og einum: úði, gel, roll-on og einnota klútar.

Chicco býður einnig upp á flugnafælu sem gengur fyrir rafhlöðu með klemmu („clip-on“), eða fyrir rafmagni, sem er frábær vörn fyrir barnavagninn, á bakpokann, í fjallgönguna/veiðina eða á pallinn í sumarbústaðnum. Þessar flugnafælur gefa frá sér hljóðbylgjur sem hafa fráhrindandi áhrif á mýflugur og virka í allt að 100 m radíus.

Hvar kaupir þú Chicco flugnafælur?

Eftirfarandi sölustaðir bjóða upp á Chicco-flugnafælur:
Lyf og Heilsa
Lyfja
Apótekarinn
Apótekið
Urðarapótek
Apótek Vesturlands
Heimkaup.is
Móðurást
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Á heimasíðu Chicco á Íslandi er að finna margvíslegar upplýsingar um Chicco-vörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum