fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Ný og glæsileg ísbúð Huppu í Spönginni

Kynning

Ísbúð Huppu opnaði sína þriðju ísbúð í vor

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbúð Huppu var opnuð á fallegum sumardegi 24. júlí 2013. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum eigendanna. Á flottum vordegi árið 2015 var svo Huppa í Reykjavík opnuð, nánar til tekið að Álfheimum 4. Nú hefur þriðja Huppa bæst við og er hún staðsett í Spönginni Grafarvogi. Hún var opnuð þann 28. maí og viðtökurnar hafa verið frábærar. Rétt eins og í öðrum Ísbúðum Huppu er lögð áhersla á góðan ís á góðu verði, mikið magn flottra bragðarefa, framúrskarandi þjónustu og góða stemningu, í Ísbúð Huppu í Spönginni.

Óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið ísbúðum Huppu og Huppu-ísréttunum fagnandi síðan þessi vegferð hófst fyrir tæpum þremur árum. Huppa er í eigu tvennra hjóna, en þau eru: Telma Finnsdóttir og Gunnar Már Þráinsson, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson.

Ísbúð Huppu á Selfossi var fyrst í litlu húsnæði að Eyrarvegi 3. Frá fyrsta degi naut ísbúðin gífurlegra vinsælda og fyrir tveimur mánuðum fluttist hún í stærra húsnæði rétt hjá, að Eyrarvegi 2, enda fyrir löngu búin að sprengja hitt húsnæðið utan af sér.

Um aðdragandann að opnun ísbúðar Huppu í Álfheimum, segja eigendurnir:

  • „Við fundum að við áttum séns í Reykjavík því stór hluti af okkar viðskiptum í Huppu á Selfossi var fólk á ísrúntinum úr borginni. Svo kemur það til að okkur er boðið þetta húsnæði í Álfheimum, þar sem áður var þessi gróna ísbúð sem átti sér mikla sögu. Við slógum til, rifum allt þarna út eins og það lagði sig og innréttuðum upp á nýtt í okkar anda. Þetta er búið að vera frábært ævintýri og viðtökurnar framar vonum.“*

Svo vel hefur gengið í Álfheimum að Huppa opnaði nýja ísbúð í Spönginni þann 28. maí. Hafa borgarbúar tekið þeirri ísbúð fagnandi. En hverjar eru skýringarnar á þessari miklu velgengni?

„Við leggjum mikið upp úr ímyndinni, hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Við berum virðingu fyrir umgjörðinni sem við höfum mótað. Við vöndum innréttingar og gerum þær skemmtilegar. Við leggjum líka mikið upp úr fallegum litum og hlýlegu umhverfi.“

Ísinn frá Huppu er í grunninn tvær gerðir, Sveitaís, sem er ekta rjómaís, og Huppu-ísinn, en það er kaldur mjólkurís. Auk þess er á boðstólum frábært úrval af kúluís. Annað sem sérkennir ísbúðir Huppu eru ísmatseðlar:

„Við leggjum mikið upp úr bragðarefsmatseðlinum og sjeik-seðlinum. Einnig erum við með Huppu-ljúfmeti sem eru skemmtilegar útgáfur af ís í boxi með sælgæti og sósum. Hluti af okkar styrkleika liggur í því að gera svona hluti.“

Þau segja einnig að verðlagningin eigi sinn þátt í vinsældum Huppu:

  • „Við erum ekki að keppast við að vera ódýrust heldur bjóðum einfaldlega gott verð. Sanngjarnt verð á vörunni miðað við gæði.“*
Fríður hópur afgreiðslufólks Ísbúðar Huppu
Fríður hópur afgreiðslufólks Ísbúðar Huppu

Enginn fer ósáttur frá Huppu

Ónefnt er það sem þau telja vera mikilvægasta áhersluþáttinn í starfsemi Huppu en það er þjónustan:

  • „Þjónustan á að vera framúrskarandi. Auðvitað geta okkur orðið á mistök en við leiðréttum þau og við leggjum jafnmikið upp úr þjónustunni og því að gera ís. Við leggjum áherslu á þetta við þjálfun starfsfólks sem við reynum að hafa jafn prófessjónal og ef það væri að vinna á veitingahúsi. Viðmótið í ísbúð þarf að vera jafngott og á veitingastað. Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú kemur inn í verslun eða á veitingastað er starfsmaðurinn sem tekur á móti þér. Hann getur ráðið öllu um upplifunina. Ef þú lendir í því að klúðra ísnum, eins og getur komið fyrir, þá er það ekkert vandamál ef þjónustan er í lagi, kúnninn fær nýjan ís og allir eru sáttir. Enginn á að fara ósáttur út úr Huppu. Aldrei.“*

Vert er að benda á á facebook síðu Huppu. Þar er finna ýmsan fróðleik og margar litríkar og skemmtiegar myndir af gómsætum ís-réttum. Slóðin www.facebook.com/isbudhuppu/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum