fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusKynning

Stærsta uppboð ársins – Óvenju margar perlur gömlu meistaranna

Kynning

Gallerí Fold stendur fyrir tvöföldu uppboði dagana 30. og 31. maí n.k.

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta uppboð vetrarins verður tvöfalt. Óvenjumörg afbragðsverk hafa borist galleríinu undanfarnar vikur og því var ákveðið að hafa þennan háttinn á. Uppboðin verða haldin dagana 30. og 31. maí n.k í Gallerí Fold við Rauðarársstíg og hefjast bæði uppboðin kl. 18.

Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen uppboðshaldara er þetta nokkuð sérstakt. „Mörg verkin eru að koma úr búum þjóðþekktra einstaklinga. Mörg þessara verka eru ansi merkileg og ekki eitthvað sem býðst á markaði á hverjum degi. Alvöru safnarar og þeir sem hafa áhuga á íslenskri list ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.“ Hann bendir jafnframt á að vitanlega séu ódýrari verk inn á milli og á uppboðinu séu verk við flestra hæfi. Gallerí Fold hafi ávallt lagt mikið upp úr því að íslensk myndlist sé fyrir alla.

Eitt þeirra verka sem Jóhann Ágúst vill leggja sérstaka áherslu á er einstakt málverk eftir Börböru Árnason sem kallast „Atvinnuvegirnir“. Galleríinu hefur aldrei borist eins stórt verk eftir hana. Um er að ræða magnað verk þar sem undirstöðuatvinnuvegum landsins er fléttað saman í magnaða frásögn.

Gunnar á Hlíðarenda og Kolskeggur

Eitt af verkum Ásgríms Jónssonar
frá Hornafirði Eitt af verkum Ásgríms Jónssonar

Mynd: Johann Agust Hansen

Meðal fágætra verka sem eru á uppboðinu má nefna vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson af Gunnari á Hlíðarenda og Kolskeggi bróður hans. Fjögur önnur verk eru eftir Ásgrím, þar á meðal stór vatnslitamynd frá Hornafirði frá 1912 sem hefur verið talið eitt af hans bestu tímabilum.

Þá ber að nefna stórt málverk af sjómönnum á línuveiðum eftir Gunnlaug Scheving. Verk af því tagi hefur ekki komið í sölu síðan árið 2012 og var þá slegið á tæpar níu milljónir króna.

Tólf verk eru eftir Jóhannes Kjarval, allt frá smámyndum á pappír upp í stór olíuverk. Meðal litlu verkanna er falleg teikning af skútu frá því snemma á ferli hans. Mesta athygli mun þó stórt verk, „Hlustað á hörpuna“, vekja en einnig sérlega skemmtilegt fjölskylduportrett sem virðist úr álfheimum.

Eitt af tólf verkum Kjarvals sem er falt á uppboðinu
Kjarval Eitt af tólf verkum Kjarvals sem er falt á uppboðinu

Mynd: Johann Agust Hansen

Af verkum annarra úr hópi gömlu meistaranna má nefna fimm verk eftir Þorvald Skúlason, þar af tvær hafnarmyndir og eina geomatríu sem hvort tveggja eru sjaldgjæf mótíf.

Þá má nefna stórt verk Gunnlaugs Blöndals, „Stúlka með fiðlu“ og mynd af útilegumanni á hestbaki eftir Jón Stefánsson.

Tvö verk eftir frá Louisu Matthíasdóttur verða boðin upp; sterk sjálfsmynd af Louisu með hatt og nokkuð stór mynd af Akrafjalli, Skarðsheiðinni og Esjunni með hest í forgrunni. Þá verða boðin upp nokkur verk eftir Karólínu Lárusdóttur, bæði stórt málverk og stór vatnslitamynd en einnig grafíkverk.

Forsýning verkanna hefst í Gallerí Fold föstudaginnn 27. maí og stendur fram til þriðjudags

Opnunartímar eru…

Föstudag kl. 10–18
Laugardag kl. 11–17
Sunnudag kl. 12–17
Mánudag kl. 10–17
Þriðjudag kl. 10–17

Sem fyrr segir eru uppboðin tvö á mándags og þriðjudagskvöld og hefjast kl. 18 bæði kvöldin.

Allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum