fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Bylting í lýsingu með LED

Kynning

eftir Guðmund R Lúðvíksson

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. maí 2016 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef öll heimili á Íslandi skiptu út 10 60w glóperum fyrir 10 5w LED-perur myndu sparast um 1,2 milljónir kWst. Í peningum gætu það verið um 285.000.000 milljónir króna.Hinn vestræni heimur, Bandaríkin og Evrópa, stefna að því að verða búin að LED-væða alla almenna götulýsingu í borgum og bæjum fyrir árið 2022. Sum lönd eru komin afar langt í þessari þróun og margar stærri borgir hafa sett markið á árið 2017. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarlegur sparnaður á raforku sem næst með LED-lýsingu. Allt að 80% og sumir segja allt uppí 92%. Hér er því um að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir alla, sveitarfélög, borgir, fyrirtæki og einstaklinga. Í borgum á borð við Los Angeles, New York og London er talið að milljónir dollara muni sparast í þessari byltingu í ljósgjafa.

Mikil þróun hefur orðið í LED-ljósgjöfum á síðustu árum og menn hafa náð tökum á öllum litagjöfum sem við á. Einnig hefur verð á LED-ljósum haldist samkeppnishæft við hefðbundna lýsingu og í mörgum tilfellum reynst ódýrari kostur. En þar sem LED myndar sáralítinn hita miðað við hefðbundna ljósgjafa, þá er ending á LED margföld, eða allt að 50.000 stundir.

Gríðarlegir hagsmunir fyrir sveitarfélög

Götulýsing eins og við þekkjum í dag er bæði orkufrek og hefur frekar slæma birtu í samanburði við LED-lýsingu. Það er því ekki aðeins verulegur ávinningur í sparnaði fyrir t.d. sveitarfélög/borgir og bæi að skipta yfir í LED-lýsingu. Það er líka gríðarlegt umferðaröryggi að hafa góða lýsingu í vegakerfinu. Reykjanesbær hefur m.a. verið framsækinn að undanförnu í að LED-væða götulýsingu í bænum og nú þegar hefur nokkuð verið sett upp af þessum ljósum. Eins og sést hér á myndunum er birtan mun betri. En þess má geta að skipt hefur verið út t.d 250w ljósum fyrir 80W og/eða 150w fyrir 40w LED-ljós. Það sparast því af hverjum ljósastaur 170w pr. klukkutíma sem áður var með 250w, eða 110w af þeim sem áður var með 150w.

Íþróttahús lögð með LED-lýsingu

Það kann að hljóma undarlega að í stað hefðbundins parkets á gólf í íþróttahúsum skuli vera lagt í staðinn LED-gólf. En þannig er það nú í dag. Þjóðverjar hafa verið í fararbroddi hvað þetta varðar og nokkur íþróttahús hafa þegar verið lögð með LED-gólfum.

Í stað parkets eru lagðar sérstakar, níðsterkar LED-plötur og undir þeim er lögð lýsingin (línurnar ) fyrir hverja íþrótt sem við á. Ekki þarf því lengur að merkja gólfin með öllum þessum línum sem við þekkjum nú á íþróttagólfum, því undir gólfplötunum eru LED-ljós sem framkalla línurnar sem eiga við hverju sinni fyrir hverja íþrótt. Þannig er hægt að stjórna með stýrikassa línunum sem eiga við hverju sinni. Ef leika á handbolta t.d þá er kveikt á línum sem eiga við hann og engar aðrar línur eru því á gólfinu. Síðan er slökkt á þeim og línur fyrir t.d körfubolta kveiktar , ef það á við. Allar íþróttagreinarnar eru með fyrirfram ákveðinni stýringu og á stýringunum er kveikt með einum takka. (Sjá nánar hér)

LED-íþróttagólf
LED-íþróttagólf

Vegir, götur og bílaplön lögð með LED!

Hvað meinar maðurinn með þessu? Þetta spyrja sig kannski margir við lestur fyrirsagnarinnar hér að ofan. En staðreyndin er sú að í Bandaríkjunum er búið að þróa og framleiða sérstaka LED-vegalagningu. Þessi Bylting er hafin og mun valda straumhvörfum í lagningu vega í náinni framtíð, innan fimm ára.

Í þessum sexhyrndu stjórnborðum er öll stýring á umferðarmerkingum, vegalínum, gangbrautum o.s.frv. Í þeim er einnig hiti sem kemur í veg fyrir hálku og að snjór festist á vegum eða bílaplönum. Allar raflínur sem nú liggja með fram vegum munu fara í/undir vegina og því minnkar sjónmengun og gríðarlegur sparnaður verður í lagningu raflína í gegnum óbyggðir og lönd.

LED-götulagning
LED-götulagning

Sjónvarp morgundagsins og öryggiskerfi á flugvöllum

Einn góður fyrirlesari orðaði það svo: „ Ef þið haldið að þið hafið upplifað byltingu þegar Steve Jobs kynnti fyrir ykkur iPhone, þá er það bara barnaleikur á miðað við það sem þið sjáið innan næstu fimm ára …“

Þar sem LED-perur eru ekki glóð eða bruni er hægt að setja nánast hvað sem er í perurnar. Gott dæmi um þetta er það sem Danir eru nú að gera með því að setja upp 200.000 LED-ljósa götulýsingu í Kaupmannahöfn, en ljósin verða með Wifi-nettengingu sem boðið verður upp á frítt um alla Kaupmannahöfn. Þetta er aðeins einn möguleikinn sem nú þegar er kominn.

Annar möguleiki er sá sem nokkrar flugstöðvar hafa þegar tekið í notkun: Í ljósunum í flugstöðvum er komið fyrir eftirlitskerfum sem skanna farþega eða þá sem koma inn í flugstöðina strax og kanna hvort viðkomandi er t.d með vopn eða annað ólögmætt í fórum sínum.

LED-lýsing á flugvelli
LED-lýsing á flugvelli

Mynd: ©OskarDaRiz

Við þetta er svo að bæta að sjónvarp morgundagsins verður ekki eins og það sem við þekkjum í dag: Það verður í LED-perunum sem þú munt setja upp í íbúðinni þinni. Þetta kann að hljóma eins og eitthvert ævintýri eða hreinlega bull. En svo er ekki. Allt þetta er nú þegar að gerast og þegar hafið um allan heim.

Höfundur er eigandi fyrirtækisins Ludviksson – LED-ljós. Á heimasíðu fyrirtækisins er að finna frekari fróðleik um LED-lýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum