fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Lærðu þetta og bjargaðu mannslífi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. mars 2016 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannt þú að bregðast við ef þú kemur að slysi, ef einhver nálægt þér hnígur niður með hjartaáfall eða barn nær ekki andanum eftir að hafa gleypt smáhlut? Auðvitað er lykilatriði að hringja alltaf í 112 eftir aðstoð, en það er mikilvægt að veita einnig fyrstu hjálp þar til fagfólk mætir á staðinn. Það getur skipt öllu varðandi það hvort viðkomandi nái sér að fullu eða ekki. Þess vegna er mikilvægt að kunna réttu handtökin og helst sækja skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum ef kostur gefst. Byrjaðu á því að læra þessi fimm atriði og þú gætir bjargað mannslífi.

Lærðu hjartahnoð og á hjartastuðtæki

Þetta tvennt er það mikilvægasta sem þú getur lært þegar kemur að því að bjarga mannslífum. Fjöldi fólks fær hjartaáfall á hverju einasta ári og í flestum tilfellum gerist það í heimahúsum. Að veita einhverjum hjartahnoð í þeim aðstæðum, þar til að sjúkrabíll kemur á staðinn, getur þrefaldað lífslíkur viðkomandi. Hjartastuðtæki eru á mörgum opinberum stöðum eins og sundlaugum og íþróttahúsum en þau gera ekki mikið gagn nema vera notuð rétt. Það er því mikilvægt að læra á slík tæki.

Stöðvaðu blæðingu rétt

Margir halda að þegar mikil blæðing á sér stað, þá eigi að reyna að loka æðinni sem blæðir úr með einhverjum hætti, en það er ekki rétt. Mikilvægt er að þrýsta vel á sárið og lyfta upp þeim líkamshluta sem blæðir úr, helst þannig að sárið sé ofar en hjartað. Best er að þrýsta á sárið með sótthreinsaðri grisju eða sárabindi, en ef það er ekki við höndina má nota handklæði eða létta flík, eins og stuttermabol.

Ekki færa slasaða einstaklinga

Það getur gert illt verra ef slasaðir einstaklingar eru færðir til á slysstað. Fólki gengur að sjálfsögðu vel til og vill reyna að láta þeim slasaða líða betur með því að koma honum á þægilegri stað. En slíkar tilfæringar geta valdið miklum skaða. Þess vegna er mikilvægt að hafa þá lykilreglu að leiðarljósi að hreyfa aldrei slasaða úr stað nema augljós hætta sé yfirvofandi, eins og eldsvoði eða drukknun, ef ekkert er að gert.

Lærðu rétt „bakhögg“

Nú er frekar mælt með því að nota bakhögg-aðferðina heldur en Heimlich-takið ef einhver er að kafna. Allavega til að byrja með. Beygðu viðkomandi fram og sláðu fimm sinnum ákveðið á milli herðablaðanna með neðsta hlutanum af lófanum. Ef það virkar ekki gríptu þá til Heimlich-taksins. Stattu fyrir aftan viðkomandi, haltu hnefunum saman fyrir ofan naflasvæðið og þrýstu upp á við fimm sinnum.
Þetta skal endurtaka þar til aðskotahluturinn losnar úr hálsinum, eða þar til viðkomandi missir meðvitund. Þá þarf að grípa til hjartahnoðs.

Ef um er að ræða ungbarn, undir eins árs, skal barnið lagt á grúfu yfir framhandlegginn, þannig að andlitið sé í lófa þínum og höfuðið vísi niður. Sláðu fimm sinnum á milli herðablaðanna og snúðu barninu svo við og þrýstu snöggt með tveimur fingrum allt að fimm sinnum á miðjan brjóstkassann.

Hafðu asprín við höndina

Þegar einstaklingur fær hjartaáfall getur verið gott fyrir viðkomandi að taka inn asprín því það er blóðþynnandi og getur komið í veg fyrir að frekari stífla myndist í æðunum. Best er þó að ráðfæra sig við neyðarlínuna áður en asprín er gefið en það tekur mjög skamman tíma að virka ef viðkomandi tyggur töfluna.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.