fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Handlagnir karlmenn eru að deyja út: Kunna ekki einu sinni að skipta um dekk

Áhugaverðar niðurstöður í breskri könnun

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 5. febrúar 2016 22:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem ungir karlmenn nú til dags séu ekki jafn handlagnir og áður fyrr, að minnsta kosti ef marka má niðurstöður könnunar meðal fjölmargra ungra breskra karlmanna.

Umrædd könnun var unnin fyrir fatafyrirtækið Jacamo. Þó að ekki hafi verið um vísindalega rannsókn að ræða – og þar af leiðandi þurfi að taka niðurstöðunum með fyrirvara – vekja þær engu að síður athygli.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar getur meirihluti karlmanna nú til dags ekki skipt um dekk á bíl sínum án þess að fá til þess aðstoð. Þá myndi aðeins einn af hverjum fimm karlmönnum treysta sér til þess að laga krana sem vatn dropar úr.

Þeir sem tóku þátt í könnuninni hafa meiri trú á hæfileikum sínum í eldhúsinu en við húsverkin sem krefjast handlagni. Þannig sögðust 90 prósent aðspurðra telja að þeir séu frábærir að grilla mat á útigrillinu.

Þá var spurt út í eitt helsta áhugamál margra karlmanna nú til dags: Fótbolta. 76 prósent sögðust kunna rangstöðuregluna og 81 prósent sögðust vera með það á hreinu hvaða félög enduðu í fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þegar karlarnir voru spurðir hvort þeir treystu sér til þess að baka köku sögðust 53 prósent aðspurðra ekki treysta sér til þess, 74 prósent sögðust kunna á uppþvottavélina á heimilinu og 71 prósent á þvottavélina. Þá sögðust 62 prósent aðspurðra kunna að strauja skyrtu. 67 prósent karlmanna sögðust nota ryksuguna á heimilinu með reglulegu millbili.

Þegar kom að því að smíða, setja upp hillur eða setja saman húsgögn kom upp úr krafsinu að aðeins 29 prósent aðspurðra sögðust treysta sér til að festa hillu á vegg. Og aðeins 29 prósent þeirra sem spurðir voru sögðust eiga verkfærakistu og borvél.

Ekki kemur fram í umfjöllun Daily Mail hversu margir svöruðu könnuninni eða á hvaða aldri þeir voru og því ber að taka niðurstöðunum með fyrirvara, sem fyrr segir. Niðurstöðurnar þykja þó sýna, svo ekki verður um villst, að handlagnir karlmenn eru ekki á hverju strái eins og áður fyrr. Það er að minnsta kosti mat Jenni Bamford hjá Jacamo.

„Þegar á heildina er litið virðumst við hafa ríkari tilhneigingu til þess en áður að kalla til faglærða aðila þegar kemur að því að laga hluti, til dæmis bílinn eða hluti heima hjá okkur. Á móti kemur að verkaskiptingin milli kynjanna innan veggja heimilisins virðist jafnari en áður,“ segir Jenni og nefnir til dæmis fjölda þeirra karla sem segjast ryksuga, strauja, setja í þvottavél og svo framvegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum