fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins – langvinsælast

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru tvö, Bláfjöll og Skálafell. Það sem er einstakt við þessi skíðasvæði er að þau eru aðeins í 25 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborg – sem er einstakt í heiminum.
Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, eru Bláfjöll eru langvinsælasta skíðasvæðið á Íslandi – ef horft er til daglegs gestafjölda, en vissulega leikur nálægðin við höfuðborgarsvæðið nokkuð stórt hlutverk.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

„Fjölskylduvænsti skíðablettur landsins er í kringum aðalskálann í Bláfjöllum,“ segir Magnús. „Þar höfum við fjórar byrjendalyftur í hnapp og þaðan er stutt í stærri lyftur auk þess sem snyrtingar, nestisaðstaða og skíðaleiga er einnig á þeim punkti. Af þessum fjórum byrjendalyftum er eitt svokallað Töfrateppi (færiband), ein kaðallyfta og tvær byrjenda-diskalyftur. Skálafell státar af einni byrjendalyftu en framan af vetri nær sólin að skína á Skálafellið sem hún gerir ekki í Bláfjöllum. Sólin nær hins vegar um allt Bláfjallasvæðið í marsmánuði.“

„Dew“-dýnan tekin í notkun

„Um síðustu helgi frumsýndum við „Dew“-dýnuna svokölluðu í Skálafelli en planið er að hún verði í Bláfjöllum og verði opin um helgar – þegar lítill vindur er. Dýnan er ætluð öllum, skíða- og brettafólki (sem komið er af byrjendastiginu) til að stökkva í og til að æfa ýmsar æfingar í loftinu og fá mjúka lendingu,“ segir Magnús. Ný heimasíða Skíðasvæðanna er komin í loftið og þar má sjá hvort „Dew“-dýnan er opin eða lokuð en það er út frá rauðu eða grænu ljósi, rétt eins og opnunartími lyftanna er einkenndur.

Að sögn Magnúsar hefur veturinn verið gríðarlega góður. „Við finnum fyrir mjög mikilli fjölgun nýliða á skíðum og brettum. Við verðum fyrst og fremst vör við mjög mikla aukalega eftirspurn í skíða- og brettaskóla Bláfjalla en þeir eru oft orðnir fullbókaðir á mánudegi fyrir næstu helgi á eftir, sem hefur ekki þekkst hingað til. Að auki hefur skyndileg og stórkostleg aðsóknarsprengja átt sér stað í gönguskíðamennsku í ár.“

Lengri opnunartími fjallanna gleður marga

Magnús segist almennt finna fyrir mikilli fjölgun gesta. „Við munum einnig vera með lengri opnunartíma (kl.11–21) dagana 25.–26. febrúar og tvöfalda almenningsrútu sömu daga vegna vetrarleyfis sem er í flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu þessa daga,“ segir Magnús og er rokinn út í snjóinn í glampandi sólskinið.

Ljósmyndari: Roman Gerasymenko

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum