fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Hressleiki og hreysti í Hlíðarfjalli

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir glaður í bragði að nægur snjór sé í fjallinu og langtímaspáin lofi góðu:
„Við eigum von á að skíðaáhugafólk komi hingað norður yfir heiðar og nýti sér gott veður til þess að leggja stund á skíðamennsku um helgina. Þar sem vetrarfrí eru nú í mörgum grunnskólum er tilvalið að skella sér með fjölskylduna í skíðaferð til Akureyrar og þeysast um brekkurnar í Hlíðafjalli. Þeir sem eru óvanir en áhugasamir um skíðasportið skemmtilega geta notað tækifærið og farið í skíðaskóla hjá okkur og fengið úrvals leiðsögn. Við erum líka með brettaskóla sem nýtur sífellt meiri vinsælda.
Hér er ekkert mál að fá leigðan allan nauðsynlegan búnað svo ekki er nauðsynlegt að græja sig upp fyrir skíðaferðina.“

Mynd: Auðunn Níelsson – www.audunn.com

Skíða- og brettaskóli fyrir börn og fullorðna

„Skíða- og brettaskólinn sem við starfrækjum er með skipulagða tíma fyrir börn á aldrinum 5-12 ára en einnig er hægt að fá einkakennslu við hæfi hvers og eins, ef þess er óskað. Þetta er skóli sem engum leiðist í! Námið í skólanum er frábær kostur fyrir krakka sem vilja læra á skíði og/eða bretti eða bara leika sér með hressum, hæfum kennurum og öðrum krökkum. Í skíðaskólanum öðlast börn sem eru byrjendur öryggi í brekkunum með því að læra undirstöðuatriðin eins og að stoppa, beygja, stjórna hraðanum og að nota barnalyftuna (Hólabraut). Svo er einnig á boðstólum leiðsögn þá krakka sem hafa náð öryggi í barnalyftunni en vilja samt aðstoð til að komast áfram, læra á stólalyftuna og jafnvel komast upp úr pizzunni.“

Mynd: Auðunn Níelsson

Foreldrar rifja upp gamla takta í brekkunum

„Skíða- og brettaskólanum leggjum við mikla áherslu á að allir fari ánægðir heim. Við blöndum saman leik og kennslu og leggjum áherslu á að börnin læri um reglur og umgengni á skíðasvæðum og að bjarga sér sjálf.
Það getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir krakkana að renna sér með jafnöldrum sínum og notalegt fyrir foreldrana að fá tækifæri til að renna sér ein í brekkunum stundarkorn og rifja upp gamla takta.
Þátttakendur í Skíða- og brettaskólanum fá svo boðskort á Greifann – einn ástsælasta veitingastað bæjarins í gegnum tíðina.“

Mynd: Auðunn Níelsson

Hlíðarfjall, Greifinn og leikhúsið

„Ef fólk er að leggja drög að fjölskyldusamveru hér á Akureyri um helgina þá er vert að benda á hina frábæru sýningu Píla Pína sem Leikfélag Akureyrar setur upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof. Píla er ævintýri með söngvum eftir Kristján frá Djúpalæk með lögum Heiðdísar Norðfjörð. Tónlist Heiðdísar og Ragnhildar Gísladóttur, við ljóð Kristjáns um Pílu Pínu, hefur flutt heilar kynslóðir á ævintýraslóðir.
Við mælum með því að sameina hressandi hreyfingu og útivist á skíðum í Hlíðarfjalli, njóta gómsæts málsverðar á Greifanum og nota kvöldið í ljúfa leikhúsferð.
Fjölskylduskíðaferðin getur ekki orðið betri.“

Mynd: Auðunn Níelsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum