fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Hjónabandsráð sem þú hefur ekki heyrt óteljandi sinnum áður: Spáðu í þetta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gallinn við mörg hjónabandsráð er sá að við höfðum heyrt þau svo oft áður. Til dæmis: Farið aldrei reið að sofa, gerðu makann að besta vini þínum, tjáðu tilfinningar þínar opinskátt við makann. En við þurfum kannski að heyra eitthvað ferskara en þetta – ráð sem virka en við höfum ekki heyrt áður.

Hér eru sex hjónabandsráð, sem gætu komið á óvart, en þau koma öll frá viðurkenndum hjónabandssérfræðingum:

1. Settu börnin í annað sæti á eftir makanum

Þetta hljómar ekki vel í eyum allra en hjónabandsráðgjafinn Jeffrey Platts að þetta sé regla sem geti fyrirbyggt skilnað. Börn foreldra með þessa forgangsröðun alast upp með vitund um hvernig sterkt og heilbrigt samband er.

„Börnin fá sterkar fyrirmyndir og það er líklegt að þau muni bera sig eins að í sínum samböndum eftir að þau vaxa úr grasi,“ segir Platts.

2. Horfðu á makann eins og hundurinn horfir á þig

Áttu hund eða hefðurðu átt hund? Þegar þú kemur heim úr vinnunni sýnir hundurinn þér algjörlega skilyrðislausa ást og horfir á þig eins og þú sért dásamlegasta mannvera á jörðinni. Prófaðu að nálgast makann með sama hætti. Evelyn Moschetta er hjónabandsráðgjafi í Evelyn Moschetta og hún útskýrir gagnsemi þessa ráðs svona:
„Að horfa hvort á annað með kærleiksaugu hundsins þýðir að það er engin ásökun, engir dómar, engin gagnrýni og engin stjórnsemi í gangi. Þetta felur í sér boð um skilyrðislausa ást og að maður sér þess verður að njóta hennar líka. Þetta felur líka í sér að lifa í augnablikinu og spilla því ekki með gömlum neikvæðum minningum úr fortíðinni. Þegar þið horfið hvort á annað með saklausum augum þá viðhaldið þið ferskleikanum í sambandinu og haldið áfram að vera spennand í augum hvort annars.“

3. Skrifið hvort öðru textaskilaboð eins og þið séuð nýbúin að kynnast

Eflaust fær maki þinn meira en nóg af allskonar rafrænum skilaboðum yfir daginn enda er slíkt hluti af venjulegum vinnudegi í nútímanum. En þú ert líklega sú manneskja sem makinn hefði einmitt mest gaman af að heyra í alveg upp úr þurru. Svona „smáatriði“ skipta ótrúlega miklu máli í sambandinu og gefa þér þá tilfinningu að líf ykkar séu tengd líka þegar þið eruð ekki saman.

4. Ekki taka því sem gefnu að makinn verði alltaf með þér

Fólk sem heldur að það sé útilokað að makinn geti yfirgefið það er einmitt fólkið sem skilnaður kemur mest í opna skjöldu, segir áðurnefndur Jeffrey Platts, og orðrétt:

„Margir sem ég hef kynnst í störfum mínum sem sambandsráðgjafi líta á hjónaband eins og reit til að krossa í. Að þegar maður hefur fundið maka þá sé það mál afgreitt til lífstíðar. En veruleikinn er sá að eftir að þú ert búin(n) að finna þann eina rétta eða hina einu réttu þá þarftu að vinna að því daglega að þessi aðili verði áfram hluti af lífi þínu.

5. Skrifið minningargreinar hvort um annað

Það má vel vera að þetta hljómi allt annað en rómantískt í huga margra en ekkert rifjar betur upp hvað varð til þess að þú féllst fyrir maka þínum upphaflega. Að skrifa minningargrein rifjar upp fyrir þér kosti makans. Minningargrein rifjar upp ykkar kærustu minningar saman. Þetta er því kjörin aðferð til að gera sambandið nánara.

6. Hættu að tala svona mikið

„Hættu að reyna að leysa öll vandamál sambandsin á einu bretti,“ segir Pratts. Hann segir það vera blindgötu að reyna að ræða í botn og skilgreina öll möguleg vandamál í sambandinu. Það hafi oft meira gildi að njóta þess að vera saman og kela en ræða málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum