fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FókusKynning

Jólamatur fyrir hundana

Kynning

Gæludýr.is safnar fyrir Kattholt, Villiketti og Kisukot

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 5. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæludýr.is var að fá nýtt hundafóður frá Eukanuba. Um er að ræða eitt mest selda fóður í Bandaríkjunum og Evrópu. Eukanuba-fóðrið hefur slegið í gegn hjá hundaræktendum enda í hæsta gæðaflokki. Eukanuba er fjölbreytt fóður á frábæru verði sem framleitt er með mismunandi tegundir í huga. Einnig fæst frá Eukanuba sérstakt fóður fyrir viðkvæma hvutta, hunda með liðvandamál eða vandmeðfarinn feld.

Eukanuba fyrir allar gerðir voffa
Eukanuba fyrir allar gerðir voffa

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jólakræsingar fyrir hvuttann

„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og sífellt fleiri kaupa jólagjafir handa gæludýrunum sínum. Margir vilja líka gefa hundinum eitthvað gott að borða á jólunum og þá er upplagt að splæsa í nýja Meatlove-blautmatinn, sem er framleiddur úr úrvals þýsku hráefni. Það elska allir hundar þennan mat,“ segir Ingibjörg, eigandi Gæludýr.is.

Ýmislegt í jólapakkann handa gæludýrinu
Ýmislegt í jólapakkann handa gæludýrinu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Styrkja samtök um velferð gæludýra

Gæludýr.is safnar fyrir ýmis samtök sem bera hag gæludýra fyrir brjósti. „Við söfnum fyrir Kattholt, Villiketti og Kisukot á Akureyri,“ segir Ingibjörg. Hægt er að fjárfesta í kílói af kattafóðri sem er þá sendur beint til samtaka að eigin vali. Þannig getur hver sem er, hvort sem hann á gæludýr eða ekki, styrkt samtökin um kíló af kattafóðri á einfaldan hátt. „Núna er þörfin til dæmis mikil hjá Villiköttum og því viljum við endilega beina gjöfum þangað,“ segir Ingibjörg. „Margir kaupa vörur frá okkur í hverjum mánuði og styrkja mánaðarlega, enda brýn þörf á því og tilvalið að styrkja samtökin um leið og þú kaupir dýrafóðrið. Við berum hag dýranna fyrir brjósti og erum ánægð með þau samtök sem starfrækt eru til stuðnings dýravernd. Þörfin er svo sannarlega til staðar og við myndum vilja sjá að stofnað yrði dýraathvarf á Íslandi eins og gert er erlendis. Gæludýr.is myndi gjarnan vilja styðja við slíka starfsemi. Dýravernd skiptir svo miklu máli,“ segir Ingibjörg.

Tignarlegur hvutti
Tignarlegur hvutti

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gæludýr.is leggur áherslu á gæðavörur, en aðalmarkmiðið er alltaf að bjóða eins lágt verð og mögulegt er. Gæludýr.is er með tvær verslanir; á Korputorgi og Smáratorgi, en þar er einnig hundasnyrtistofa. Að auki er verslunin með vefverslun og sendir frítt heim á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum