Jólabjórssmökkunin: Erpur sáttur með þann danska

Hæsta einkunn sem Erpur veitti í blindsmökkun DV var átta og kom það í hlut Tuborg Julebryg að hljóta þann heiður.
Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson Hæsta einkunn sem Erpur veitti í blindsmökkun DV var átta og kom það í hlut Tuborg Julebryg að hljóta þann heiður.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það er nóg að gera hjá Erpi Eyvindarsyni, betur þekktum sem Blaz Roca. Í kvöld kl.20.00, föstudaginn 11.nóvember, boðar hann til fagnaðar á Tívolí Bar þar sem nýtt lag og myndband verður frumsýnt. Lagið heitir „Fýrupp“ og á boðstólnum verður meint sterkasta pizza í heimi sem kappinn hefur þróað í samvinnu við Ugly Pizza.

Fékk hæstu einkunnina sem Erpur veitti.
Tuborg Julebryg Fékk hæstu einkunnina sem Erpur veitti.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Erpur gaf sér þó tíma til þess að líta við í jólabjórsmökkun DV og kveða upp dóm sinn á innlendu framleiðslunni þetta árið. Romm á hug og hjarta tónlistarmannsins en þrátt fyrir það þá kann hann vel að meta góðan bjór. Hæsta einkunnin sem Erpur gaf var 8 sem kom í hlut Tuborg Julebryg. Þessi danskættaða úrvalsvara er framleidd hérlendis og fékk því að fljóta með. Erpur bjó um tíma í Danaveldi og bragðlaukar tónlistarmannsins voru hrifnir: „Jól og nýár, hæfilega bragðmikill. Maltaður og gott jafnvægi,“ var úrskurður Erps. Tuborg Julebryg endaði í sjötta sæti könnunarinnar.

Lenti í 8.sæti í jólabjórssmökkun DV. Erpur vildi hinsvegar ólmur kynna sér drykkinn betur.
Frelsarinn frá Steðja Lenti í 8.sæti í jólabjórssmökkun DV. Erpur vildi hinsvegar ólmur kynna sér drykkinn betur.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í lok nefndarstarfanna fengu þátttakendur að velja tvo bjóra sem þeir voru forvitnir um og fengu að taka með sér heim. Eftir nokkra umhugsun valdi Erpur bjóra nr. 1 og nr. 16 í smökkunarröðinni. Það reyndust vera Giljagaur, sem var valinn besti bjórinn, og Frelsarinn frá Steðja. Sá bjór fékk fína dóma og endaði í 8.sæti.

Barleyvínið frá Borg sló í gegn hjá dómnefnd DV og bar sigur úr býtum. Erpur valdi sér eintak af honum til þess að taka með sér heim.
Giljagaur Barleyvínið frá Borg sló í gegn hjá dómnefnd DV og bar sigur úr býtum. Erpur valdi sér eintak af honum til þess að taka með sér heim.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.