fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 31. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins. Sama gildir um önnur gæludýr, eins og ketti, en óneitanlega eru hundar líklegri til þess nota tunguna frjálslega. Dæmi eru um dauðsföll barna og gamalmenna af sökum alvarlegra sýkinga sem rekja má til hunda og annarra gæludýra.

Blautur koss frá fjórfættum vinum okkar getur stuðlað að fjölmörgum sýkingum. Líkurnar eru ekki miklar en þó til staðar.

Nef og tunga hunda fer víða

Hundar eru í eðli sínu forvitnir og stinga trýni sínu hvert sem því er við komið. Stundum á miður geðslega staði. Þá hafa þeir sérstakan áhuga á hverskyns úrgangi, sérstaklega saur úr sér eða öðrum frændum sínum. Það er ástæðan fyrir því að John Oxford, sérfræðingur í sýklum og smitsjúkdómum, myndi aldrei leyfa hundi að snerta á sér smettið með tungunni.. Þetta kemur fram í grein Guardian þar sem raktar eru hugsanlegar hættur þess að leyfa hundum að sleikja sig.

Fjögur dauðsföll í Frakklandi

Í flestum tilvikum veikjumst við samt ekki þrátt fyrir að komast í snertingu við munnvatn úr hundi. Ónæmiskerfi okkar þekkja bakteríurnar og ráða yfirleitt niðurlögum þeirra. Hinsvegar finnast stundum bakteríur í hundum sem geta valdið niðurgangssýkingum og maga- og þarmabólgum svo dæmi séu tekin. Þá var bakteríunni Pasteurella multocida, sem er algeng í gerlaflóru hunda, kennt um dauða fjögurra ungabarna í Frakklandi á árunum 2001-2011. Talið er að hún hafi leitt til þess að 42 börn undir fjögurra ári fengu heilahimnabólgu á tímabilinu. Um helmingur þeirra voru hvítvoðungar og öll voru sleikt af hundi eða ketti með þeim afleiðingum að þau veiktust. Í niðurstöðum þarlendrar rannsóknar er hvatt til þess að gæludýrum sé haldið frá börnum eins og hægt er.

Þá eru dæmi um að hundar sýki fólk af bakteríunni Haemophilus aphrophilus sem getur valdið ígerð í heila og bólgum í hjarta. Þá eru dæmi erlendis frá að einstaklingar smitist af bandormstegundinni Dipylidium caninum. Blessunarlega þekkist þessi tegund ekki hérlendis þökk sé því að mannaflónni var útrýmt hér á landi um miðbik síðustu aldar. Menn, sérstaklega börn, smituðust við að fá ofan í sig lirfusmitaðar flær af hundunum. Slík smit þekkjast þó erlendis.

„Sleikur dauðans“: Blóðeitrun í Englandi

Þá var greint frá því í British Medical Journal fyrr á árinu að sjötug þarlend kona hefði látist eftir að hafa sýkst af bakteríunni Capnocytophaga canimorsus, sem er algeng í munni hunda. Konan byrjaði að vera þvoglumælt í tali og síðan missti hún meðvitund. Sjúkrabíll flutti hana í skyndi á sjúkrahús þar sem ástand hennar skánaði. Fjórum dögum síðar þá fór konan að finna fyrir svima og höfuðverk. Hún fékk háan hita og niðurgang og skömmu síðar fóru nýru hennar að gefa sig með þeim afleiðingum að hún gaf upp öndina.

Orsökin var blóðeitrun og var fyrrgreind baktería sökudólgurinn. Slíkar sýkingar gerast af og til þegar menn eru bitnir af hundi en í tilfelli ensku konunnar þá voru engin sýnileg merki um slíkt. Hún greindi læknum frá því að hún hefði knúsað hundinn sinn reglulega og leyft honum að sleikja á sér andlitið. Læknarnir sem önnuðust konuna skrifuðu skýrslu um atvikið sem þeir nefndu: „Sleikur dauðans“.

Eins og áður segir þá eru líkurnar á smiti afar litlar, þó vissulega séu þær til staðar. Haft er eftir Bruno Chomel, prófessor í læknavísindum við Háskólann í Kaliforníu, að best sé að forðast það að leyfa hundum eða öðrum gæludýrum að sleikja á sér andlitið eða hverskyns sár. Fólk með veik ónæmiskerfi, eins og eldri borgarar eða ung börn, ættu sérstakleg að forðast slíkt. Ef að fólk vill endilega eiga nánar stundir með ferfætlingum þá er góð regla að halda því fyrir neðan háls og á heilbrigðri húð. Svo er mikilvægt að þvo á sér hendurnar.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.