fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Náttúruleg heilsulind á einum fegursta stað landsins

Kynning

Jarðböðin í Mývatnssveit eru opin alla daga ársins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. október 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðböðin í Mývatnssveit eru kjörinn áfangastaður í rómantískri innanlandsferð enda veita þau slökun og vellíðan í stórkostlegri náttúrufegurð Mývatns. Böðin eru enn fremur afar heilsusamleg og hafa góð áhrif á húðina. Baðaðstaðan á svæðinu var opnuð árið 2004 en vegna gríðarlegrar fjölgunar gesta undanfarin ár er ætlunin að stækka aðstöðuna til að gera rýmra fyrir gesti. Hönnun við það verk er þegar hafin en áætlað er að framkvæmdir hefjist upp úr miðju næsta ári. Að sögn Guðmundar Þórs Birgissonar, framkvæmdastjóra Jarðbaðanna í Mývatnssveit, eru um 85% gesta erlendir ferðamenn en Íslendingar sækja böðin líka í miklum mæli, ekki síst heimamenn. „Margir gestanna koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar og taka dagsferðir þaðan. Einnig fáum við farþega úr Norrænu sem kemur til hafnar á Seyðisfirði,“ segir Guðmundur.

Vatnið úr jarðböðunum er frá Kröflusvæðinu. „Hitastig vatnsins er 37–39 stig en síðan er heitur pottur með 40–41 stiga heitu vatni,“ segir Guðmundur en vegna sístreymis er vatnið ávallt ferskt: „Þetta er ekki saltvatn heldur ferskvatn úr um 2.000 metra djúpri borholu. Gegnumstreymi er stöðugt og því endurnýjast vatnið alltaf og er alltaf hreint.“
Aðdragandinn að stofnun Jarðbaðanna á sínum tíma var sá að heimamenn fóru í gufubað á Jarðbaðshólum og tjölduðu þar yfir heitum strók beint upp úr jörðu. Gufubaðið er enn til staðar og situr á hitauppsprettu. Þetta er því náttúrulegt gufubað en gufubaðsklefarnir eru tveir.

Fyrir utan þetta er síðan ágætur veitingastaður á svæðinu, Kvika. Þar er áhersla lögð á létta rétti, til dæmis súpur og salöt.
Jarðböðin í Mývatnssveit eru opin alla daga ársins. Á sumrin er opið frá níu á morgnana til miðnættis en á veturna er opið frá tólf á hádegi til tíu á kvöldin. Aðgangseyrir á sumrin er 4.000 krónur en 3.500 krónur á veturna. Frítt er fyrir börn yngri en 13 ára. Auk þess eru mörg stéttarfélög og starfsmannafélög með afslætti og ýmiss konar afsláttarkort eru í boði.

Heimasíða Jarðbaðanna er jardbodin.is og símanúmer er 464-4411.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum