Stíga fæti inn í framtíð samfélagsmiðlanna

Íslenska smáforritið Blendin kemur út í dag

Davíð Örn, annar frá vinstri, segist afar spenntur fyrir útgáfu Blendin.
Mennirnir á bak við Blendin Davíð Örn, annar frá vinstri, segist afar spenntur fyrir útgáfu Blendin.

„Með Blendin erum við því að stíga fæti inn í framtíð samfélagsmiðlanna,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrsta útgáfan af smáforritinu kemur út í App Store og Google Play í dag. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin.

Blendin er samfélagsmiðill sem byggir á korti. Smáforritið gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með völdnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Blendin er fyrsti samfélagsmiðillinn sem byggist alfarið upp á korti,“ segir Davíð Örn.

Þeir félagar fluttust tímabundið til San Fransisco til þess að taka hugmyndina á næsta stig. Hann segir að vel hafi tekið í smáforritið ytra. „Það eru allir sammála því að við séu með sniðuga vöru í höndunum,“ útskýrir Davíð Örn sem segir samskiptamiðla ekki eiga að vera jafn opnir og raunin hefur verið. „Framtíð samfélagsmiðlanna liggur í því að notandinn ákveður með hverjum hann deilir upplýsingum.“

Hægt er að ná í smáforritið á vef Blendin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.