Sjáið jólatjútt Blönduóslöggunar

„Nei, nei ekki um jólin“

Mynd: Skjáskot

Tveir lögreglumenn á Blönduósi hafa nú fetað í frægðarfótspor Bigga löggu með því að birta myndband af sér tjúttandi við undurfagra tóna HLH-flokksins og Siggu Beinteins. Lögreglan á Blönduósi er fyrst og fremst þekkt fyrir vægðarleysi gagnvart þeim sem ekki virða hraðatakmörk en nú er útlit fyrir að lögregluumdæmið verði einnig þekkt fyrir létt jólasprell og fimleg dansspor. Sjón er sögu ríkari.

Blönduós er skorið í tvennt af þjóðvegi og því er algengara en ella að bilstjórar hægi ekki á sér í tíma. Slíkt skapar að sjálfsögðu nokkra hættu fyrir íbúa bæjarins. Lögreglan á staðnum hefur því fengið á sér það orð að taka málið engum vettlingatökum.

Lögregluembætti víða um land hafa undanfarin ár eflt mjög starfsemi sína á samfélagsmiðlum. Stutt er síðan Instragram-straumur lögreglunnar vakti heimsathygli fyrir mýkt og krúttlegheit. Þá hefur Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga vakið kátínu á netinu en hann er þekktur fyrir brosmildi. Nýlega sló þó í gleðina er hann skrifaði pistil undir nafninu „Greinin sem má ekki skrifa.“ Mátti Birgir þola talsverða gagnrýni vegna þeirra greinarinnar sem þótti nokkuð innhaldsrýr og til þess gerð að kynda undir útlendingaandúð. Í samtali við DV sagði Biggi lögga að hann hefði tekið málið afar nærri sér og um tíma íhugað að segja hlutverki sínu sem andlit lögreglunnar á netinu lausu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.