Svona bregst þú við bruna

Fjöldi barna brennur á ári hverju

Myndatexti
Myndatexti

Heitir drykkir eru helstu orsakir bruna hjá ungum börnum

Á hverju ári kemur fjöldi barna á slysamóttöku og heilsugæslustöðvar víðs vegar um landið vegna brunasára.

Á heimasíðu Rauða krossins kemur fram að heitir vökvar, eins og kaffi, te eða sjóðandi vatn, eru algengustu orsakir bruna hjá litlum börnum.

Svona átt þú að bregðast við minniháttar bruna:

• Fjarlægið brunavaldinn – hefjið kælingu strax.

• Kælið í 15–20 mínútur þar til sviðinn er horfinn.

Æskilegt er að hitastig vatnsins sé 15°C–20°C.

• Kælið undir rennandi vatni eða hafið líkamshlutann sem brenndur er ofan í íláti og bætið köldu vatni út í við og við.

• Fyrstu 10 mínúturnar í kælingu eru mikilvægastar.

• Ef um er að ræða 2. stigs bruna, blöðrur á húð, er best að fara með barnið á slysamóttöku/heilsugæslustöð. Brunasár eru vandmeðfarin og sýkingarhætta fyrir hendi, því er æskilegt að láta fagfólk búa um sárin.

• Rafmagnsbruni getur verið dýpri en hann lítur út fyrir að vera. Ávallt ætti að leita til slysamóttöku/heilsugæslustöðvar vegna bruna af völdum rafmagns.

• Við stærri bruna er ráðlegt að hringja í 112.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.