Frábær förðunarkennsla

Erna Hrund heldur úti frábæru tískubloggi

Erna Hrund Hermannsdóttir er förðunafræðingur að mennt. Hana dreymir um að ferðast um allan heiminn og farða fyrir myndatökur hjá flottustu tískutímaritum heims. Hún heldur úti bloggsíðunni Reykjavík fashion Journal, en þar bloggar hún um tísku. Erna Hrund hefur slegið í gegn með kennslumyndböndum sínum í förðun sem eru afar flott og auðvelt að fara eftir.

„Mig langar líka að gera sérhæfðari sýnikennslumyndbönd og hér sjáið þið það fyrsta. Í myndabandinu sýni ég hvernig þið getið fengið heilbrigðan ljóma í húðina með uppáhaldsvörulínunni minni frá L’Oreal – Lumi. Línan inniheldur primer, farða og hyljara,"segir Erna Hrund á síðu sinni.

„Primerinn hef ég oft skrifað um áður. Hann jafnar út yfirborð húðarinnar og gerir það slétt um leið og hann gefur því ljóma. Þið þurfið ekki endilega að nota hann undir Lumi farðann til að fá ljómann en ég geri það til að fá extra mikinn. Farðinn er ótrúlega léttur, hann gefur fallega og mjúka áferð og hylur léttilega. Hyljarinn inniheldur einni lumi áferðina svo hann hylur ekki bara heldur dregur hann líka úr þreytueinkennum sem geta myndast í húðinni og þá sérstaklega í kringum augun. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá myndi ég ekki segja að hann hylji allt en hann gerir það sem ég vil að þessi hyljari geri – það er að gefa mér ljómann og jafna út lit húðarinnar minnar. Eins og þið sjáið þá er ég svolítið þrútin í kringum augun og með svona plómurauða húð á því svæði en sá litur hverfur alveg þegar  hyljarinn er kominn á. Þetta trio finnst mér fullkomið fyrir sumarið. Ef þið viljið hins vegar fá meiri hulu en fá samt svona ljóma þá gætuð þig notað einhvern annan þykkari hyljara og doppað svo létt af lumi hyljaranum yfir hann," segir hún.

Hér fyrir ofan má sjá myndband frá Ernu Hrund.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.