Undir áhrifum frá Kenía

Dásemdarsúpa sem er holl og bragðmikil

Mynd: Skjáskot/tastytrix

Fátt jafnast á við heita ljúffenga súpu með góðum veigum og uppáhaldsbrauði þínu. Krydduð tómat-fiskisúpa undir kókosáhrifum er holl og bragðast alveg dásamlega.

Tracey  heitir sú sem heldur úti uppskriftarbloggi þar sem þessa súpu er að finna, en uppskriftin er undir áhrifum frá frá Kenía. Hún er bragðmikil, létt í maga og tilvalin sem aðalréttur.

Þetta þarftu:

2 hvítir laukar
2-3 miðlungsskornir habanero pipar ( þessi pipar er mjög sterkur og er í fínu lagi að notast við chilli )
3 matskeiðar hnetuolía
2 dósir eldsteiktir niðursoðnir tómatar
1 dós kókosmjólk
1 bolli grænmetissoð
1 humarkrafts teningur
3 greinar af Timian
1 kg ýsa

Svona ferðu að:

Skerðu niður habanero pipar í litla bita en fjarlægðu fræin, blandaðu saman við 1 dós af tómötum og 1 niðurskornum lauk, setjið til hliðar. 
Í stórum potti léttsteiktu 1 lauk í hnetuolíu þar til hann verður mjúkur.

Setjið þarnæst grænmetissoð. dós af niðurskornum tómötum, kókosmjólk, humarkraft, og timian. Látið malla þar til kemur suða, setjið því næst piparblönduna rólega út í og smakkið inn á milli þar til hæfilegum sterkleika er náð. Salt og pipar eftir smekk, leyfið að sjóða í 10 mínútur í viðbót. Setjið þarnæst fiskinn út í og sjóðið í 5-10 mínútur, þar til fiskur er soðinn. Berið fram með fersku timian stráðu yfir.

Njótið..

Uppskrift fengin hjá Tasty trix

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.