Facebook varð persónulegt

Egómyndunum skipt út fyrir einlægnina

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta var æðislegt. Fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt tók þátt. Líka fullt af fólki í útlöndum,“ segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson en Oddvar átti frumkvæðið að ljótumyndadeginum á Facebook.

Fjöldi fólks tók þátt í deginum með því að setja inn venjulegar og jafnvel slæmar myndir af sjálfu sér en dagurinn fór fram þann 4. febrúar, á afmælisdegi Oddvars.

„Ég var svo upptekinn af afmælinu mínu en kíkti aðeins á netið áður en ég fór að sofa. Ég hló svo mikið, þótt ég væri ógeðslega þreyttur. Allt í einu varð Facebook mun persónulegra. Þarna voru ekki bara eintómar egómyndir. Mér varð hlýtt í hjartanu,“ segir Oddvar sem viðurkennir þó að hafa breytt aftur í sína venjulegu forsíðumynd á samskiptasíðunni.

„Strax og dagurinn var liðinn valdi ég mynd af mér þar sem ég er sem fallegastur. Þetta var samt ótrúlega gaman og verður kannski árlegur viðburður. Þetta var svo heilbrigt eitthvað; einlægt, hlýlegt og fjölskyldulegt. Ekki þetta „keppnis“ – endalaust.“

Skoðaðu fleiri „ljótumyndir“ af þekktum Íslendingum í DV í dag!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.