Hvött til að taka dansspor á pólnum

Vilborg Arna fyrst Íslendinga ein á pólinn

„Hæ, núna er ég loksins komin a suðurpólinn. Tilfinningin er ótrúleg þar sem langþráðum áfanga er náð. Ég á þó enn eftir að átta mig á þessu öllu saman. Ég vil þakka kærlega fyrir allan stuðninginn, hlýju kveðjurnar, þátttöku ykkar í Lífsspor á Facebook og síðast en ekki síst, þáttöku ykkar í áheitasöfnuninni,“ sagði Vilborg Arna í kveðju frá pólnum í gærkvöldi. 

Síðustu dagar hafa reynst henni mjög erfiðir, veður og aðstæður hafa verið með versta móti og einnig glímdi hún við magakveisu og kal á lærum. Hún hefur gengið 10 dögum lengur en gert var ráð fyrir og afrek hennar þeim mun meira. Vilborg áætlaði á miðvikudegi að vera komin á suðurpólinn klukkan 18.00 að íslenskum staðartíma á fimmtudegi.

Það gekk ekki eftir og þremur tímum síðar höfðu ættingjar ekki enn heyrt frá Vilborgu. Þegar DV fór í prentun á fimmtudagskvöldið fylgdust ættingjar Vilborgar spenntir með vefmyndavél sem sýnir brekkur og inngang að suðurpólstöðinni. Þar óskaði Vilborg sér að eyða nóttinni og er með nokkra dollara á sér til að eyða í minjagripi sem þar eru seldir. Aðstandendur hafa hvatt hana til þess að taka nokkur dansspor á pólnum; Vilborg style!

Í helgarblaði DV er umfjöllun um ferðir Vilborgar og nokkrar ískaldar staðreyndir um aðstæður á pólnum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.