Mikil vinna eykur líkur á hjartasjúkdómum

Þeir sem vinna meira en átta tíma á dag eru í allt að 80 prósent meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma, samkvæmt stórri nýrri rannsókn.

Í niðurstöðunum, sem birtust í American Journal of Epidemiology, kemur fram að þeir sem vinna endurtekið yfirvinnu auka líkur sínar á að fá hjartaáfall. Finnsku vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni telja orsökina vera sambland af streitu, háum blóðþrýstingi og óhollu mataræði.

Niðurstöðurnar ríma við niðurstöður breskrar rannsóknar sem gerð var í fyrra. Þar kom fram að þeir sem vinna meira en 11 stundir á dag auka líkur á hjartasjúkdómum um 67 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.