Kökuklúbbaæði

Harla óvenjulegir klúbbar hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi undanfarið. Þessir klúbbar kallast kökuklúbbar og hugmyndina að þeim fékk hin 61 árs gamla Lynn Hill fyrir um ári.

Klúbbarnir kallast Clandestine Cake Club (CCC) og samtals tilheyra um 1.000 manns þessum klúbbum með 19 útibúum víða um England. Nokkrir baka kökur sem þeir mæta með.

Svo hittist fólk og borðar saman kökurnar og nýtur þess að spjalla um þær. Sannarlega góður vettvangur fyrir kökuáhugamenn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.